VIÐAUKI A
Sannindi sem við njótum að kenna
Jesús sagði að einlægt fólk myndi bera kennsl á sannleikann þegar það heyrði hann. (Jóh. 10:4, 27) Þess vegna viljum við sýna einföld sannindi í Biblíunni þegar við fáum tækifæri til að tala við fólk. Reyndu að vekja athygli á ákveðnum biblíusannindum með því að spyrja: „Vissirðu að …?“ eða: „Hefurðu einhvern tíma heyrt að …?“ Síðan skaltu benda á viðeigandi biblíuvers sem útskýra þessi sannindi. Bara það eitt að segja frá einföldum biblíusannindum getur sáð frækorni í hjarta fólks, frækorni sem Guð getur látið vaxa! – 1. Kor. 3:6, 7.
FRAMTÍÐIN
-
1. Atburðir líðandi stundar og útbreidd viðhorf gefa til kynna að breytingar séu í vændum. – Matt. 24:3, 7, 8; Lúk. 21:10, 11; 2. Tím. 3:1–5.
-
2. Jörðin mun aldrei farast. – Sálm. 104:5; Préd. 1:4.
-
3. Vistkerfi jarðar munu ná sér að fullu. – Jes. 35:1, 2; Opinb. 11:18.
-
4. Allir munu búa við fullkomna heilsu. – Jes. 33:24; 35:5, 6.
-
5. Þú getur lifað að eilífu á jörðinni. – Sálm. 37:29; Matt. 5:5.
FJÖLSKYLDAN
-
6. Eiginmaður ætti að „elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig“. – Ef. 5:33; Kól. 3:19.
-
7. Eiginkona ætti að bera djúpa virðingu fyrir manni sínum. – Ef. 5:33; Kól. 3:18.
-
8. Hjón ættu að vera hvort öðru trú. – Mal. 2:16; Matt. 19:4–6, 9; Hebr. 13:4.
-
9. Börnum sem virða foreldra sína og hlýða þeim farnast vel. – Orðskv. 1:8, 9; Ef. 6:1–3.
GUÐ
-
10. Guð á sér nafn. – Sálm. 83:18; Jer. 10:10.
-
11. Guð hefur samskipti við okkur. – 2. Tím. 3:16, 17; 2. Pét. 1:20, 21.
-
12. Guð er sanngjarn og fordómalaus. – 5. Mós. 10:17; Post. 10:34, 35.
-
13. Guð vill hjálpa okkur. – Sálm. 46:1; 145:18, 19.
BÆNIN
-
14. Guð vill að við biðjum til sín. – Sálm. 62:8; 65:2; 1. Pét. 5:7.
-
15. Biblían kennir okkur að biðja. – Matt. 6:7–13; Lúk. 11:1–4.
-
16. Við ættum að biðja oft. – Matt. 7:7, 8; 1. Þess. 5:17.
JESÚS
-
17. Jesús var frábær kennari og ráð hans eru enn í gildi. – Matt. 6:14, 15, 34; 7:12.
-
18. Jesús sagði fyrir atburði sem eru að rætast nú á dögum. – Matt. 24:3, 7, 8, 14; Lúk. 21:10, 11.
-
19. Jesús er sonur Guðs. – Matt. 16:16; Jóh. 3:16; 1. Jóh. 4:15.
-
20. Jesús er ekki Guð almáttugur. – Jóh. 14:28; 1. Kor. 11:3.
RÍKI GUÐS
-
21. Ríki Guðs er raunveruleg stjórn á himnum. – Dan. 2:44; 7:13, 14; Matt. 6:9, 10; Opinb. 11:15.
-
22. Ríki Guðs mun leysa stjórnir manna af hólmi. – Sálm. 2:7–9; Dan. 2:44.
-
23. Ríki Guðs er eina lausnin á vandamálum mannkyns. – Sálm. 37:10, 11; 46:9; Jes. 65:21–23.
ÞJÁNINGAR
-
24. Guð veldur ekki þjáningum okkar. – 5. Mós. 32:4; Jak. 1:13.
-
25. Heimurinn er á valdi Satans. – Lúk. 4:5, 6; 1. Jóh. 5:19.
-
26. Guð lætur sig varða um þjáningar þínar. – Sálm. 34:17–19; Jes. 41:10, 13.
-
27. Guð mun binda enda á þjáningar innan skamms. – Jes. 65:17; Opinb. 21:3, 4.
DAUÐINN
-
28. Hinir dánu hafa enga meðvitund, þeir þjást ekki. – Préd. 9:5; Jóh. 11:11–14.
-
29. Hinir látnu geta hvorki hjálpað okkur né skaðað okkur. – Sálm. 146:4; Préd. 9:6, 10.
-
30. Látnir ástvinir verða reistir upp á ný. – Job. 14:13–15; Jóh. 5:28, 29; Post. 24:15.
-
31. „Dauðinn verður ekki til framar.“ – Opinb. 21:3, 4; Jes. 25:8.
TRÚARBRÖGÐ
-
32. Guð hefur ekki velþóknun á öllum trúarbrögðum. – Jer. 7:11; Matt. 7:13, 14, 21–23.
-
33. Guð hefur andstyggð á hræsni. – Jes. 29:13; Míka 3:11; Mark. 7:6–8.
-
34. Ósvikinn kærleikur einkennir sanna trú. – Míka 4:3; Jóh. 13:34, 35.