9. KAFLI
Lifum við á „síðustu dögum“?
-
Hvað átti að gerast í heimsmálum á okkar tímum, að sögn Biblíunnar?
-
Hvað átti að einkenna fólk á „síðustu dögum“ samkvæmt Biblíunni?
-
Hvaða jákvæð framvinda átti að verða á „síðustu dögum“?
1. Hvar fáum við vitneskju um framtíðina?
HEFURÐU horft á sjónvarpsfréttirnar og velt fyrir þér hvert heimurinn stefnir? Átakanlegir atburðir gerast svo óvænt og skyndilega að enginn maður getur spáð hvað morgundagurinn beri í skauti sér. (Jakobsbréfið 4:14) Jehóva veit hins vegar hvað gerist í framtíðinni. (Jesaja 46:10) Fyrir langa löngu var sagt fyrir í Biblíunni hvaða hörmungar myndu dynja á okkur nú á tímum en jafnframt er lýst þeim gæðum sem við eigum í vændum í náinni framtíð.
2, 3. Um hvað spurðu lærisveinarnir Jesú og hverju svaraði hann?
2 Jesús Kristur talaði um ríki Guðs sem ætti að binda enda á illskuna og breyta jörðinni í paradís. (Lúkas 4:43) Fólk langaði til að vita hvenær ríkið kæmi. Lærisveinar Jesú spurðu hann jafnvel: „Hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar,“ það er að segja heimskerfisins? (Matteus 24:3) Jesús svaraði því til að enginn nema Jehóva Guð vissi nákvæmlega hvenær núverandi heimskerfi myndi líða undir lok. (Matteus 24:36) Hins vegar sagði hann þeim hvað myndi gerast á jörð skömmu áður en ríki Guðs kæmi á sönnum friði og öryggi. Það sem hann talaði um er einmitt að gerast núna!
3 Áður en við kynnum okkur rökin fyrir því að við lifum rétt við endalok núverandi heimskerfis skulum við lesa okkur aðeins til um ósýnilegt stríð sem háð var á himni. Við finnum fyrir afleiðingum þess núna þótt enginn maður hafi orðið vitni að sjálfu stríðinu.
STRÍÐ Á HIMNI
4, 5. (a) Hvað átti sér stað á himnum skömmu eftir að Jesús tók við konungdómi? (b) Hvaða afleiðingar átti stríðið á himni að hafa samkvæmt Opinberunarbókinni 12:12?
4 Í kaflanum á undan var sagt frá því að Jesús Kristur hafi orðið konungur á himnum árið 1914. (Lestu Daníel 7:13, 14.) Skömmu síðar lét hann til skarar skríða gegn öflugum óvinum. „Þá hófst stríð á himni,“ segir Biblían. „Míkael [annað heiti á Jesú] og englar hans fóru að berjast við drekann [Satan djöfulinn]. Drekinn barðist og englar hans.“ * Satan og englar hans, illu andarnir, töpuðu stríðinu. Þeim var úthýst af himnum og kastað niður til jarðar. Trúfastir andasynir Guðs fögnuðu því að vera lausir við Satan og illu andana. Það varð hins vegar enginn fögnuður meðal mannanna. Í Biblíunni stendur: „Vei sé jörðunni . . . því að djöfullinn er stiginn niður til yðar í miklum móð, því að hann veit, að hann hefur nauman tíma.“ — Opinberunarbókin 12:7, 9, 12.
5 Þú tekur eftir hvaða afleiðingar stríðið á himnum átti að hafa. Í heift sinni myndi Satan valda miklum erfiðleikum á jörðinni. Eins og fram kemur hér á eftir er þetta að gerast núna. En þetta ástand stendur tiltölulega 2. Tímóteusarbréf 3:1) Það er mjög ánægjulegt til þess að vita að Guð ætlar að stöðva áhrif Satans á jörðinni innan skamms. Við skulum nú líta á sumt af því sem sagt er fyrir í Biblíunni og er að gerast núna. Það sannar að við lifum á síðustu dögum og að ríki Guðs sé í þann mund að veita öllum sem elska hann eilífa gæfu. Við skulum byrja á því að skoða fjóra þætti táknsins sem Jesús sagði myndu einkenna þá tíma sem við lifum.
stutt. Satan hefur „nauman tíma“ og veit það mætavel. Biblían kallar þetta tímabil ‚síðustu daga‘. (ÞRÓUN HEIMSMÁLA Á SÍÐUSTU DÖGUM
6, 7. Hvernig er spá Jesú um stríð og hungur að rætast nú á tímum?
6 „Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki.“ (Matteus 24:7) Milljónir manna féllu í styrjöldum síðustu aldar. Breskur sagnfræðingur segir: „Tuttugasta öldin var blóðugasta tímabil sem sögur fara af. . . . Alla öldina var næstum stanslaus styrjöld með aðeins fáeinum, stuttum hléum þegar skipulögð hernaðarátök voru ekki í gangi einhvers staðar.“ Í skýrslu frá bandarísku Worldwatch-stofnuninni segir: „Þrefalt fleiri féllu í styrjöldum [20. aldar] en í öllum styrjöldum sem háðar voru frá fyrstu öld e.Kr. fram til 1899.“ Yfir 100 milljónir manna hafa fallið í styrjöldum frá 1914. Sumir þekkja af eigin raun hve sárt er að missa ástvin í stríði en það er ógerningur að setja sig í spor þeirra milljóna sem hafa orðið fyrir slíkum sársauka.
7 „Þá verður hungur.“ (Matteus 24:7) Rannsóknarmenn segja að matvælaframleiðsla hafi stóraukist á síðastliðnum 30 árum. Engu að síður er skortur víða vegna þess að margir hafa ekki efni á að kaupa mat eða eiga ekki land til að rækta matvæli handa sér. Rösklega einn milljarður manna í þróunarlöndunum þarf að framfleyta sér á innan við 100 krónum á dag. Flestir þeirra búa við stöðugt hungur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að vannæring eigi stóran þátt í dauða meira en fimm milljóna barna á hverju ári.
8, 9. Hvað sýnir að spá Jesú um jarðskjálfta og drepsóttir hefur ræst?
8 „Þá verða landskjálftar miklir.“ (Lúkas 21:11) Samkvæmt upplýsingum frá Bandarískujarðvísindastofn- uninni er búist við 19 stórum jarðskjálftum á ári að meðaltali. Þeir eru nógu öflugir til að mannvirki skemmast og sprungur myndast í jörðina. Og að meðaltali hefur orðið nógu öflugur jarðskjálfti á hverju ári til að eyðileggja mannvirki með öllu. Tiltækar heimildir sýna að rúmlega tvær milljónir manna hafa farist af völdum jarðskjálfta frá árinu 1900. Ein heimild segir: „Tækniframfarir hafa einungis dregið lítillega úr manntjóninu.“
9 „Þá verða . . . drepsóttir.“ (Lúkas 21:11) Bæði gamalþekktir og nýir sjúkdómar herja á mannkynið, þrátt fyrir framfarir í læknavísindum. Í skýrslu nokkurri kemur fram að 20 vel þekktir sjúkdómar, þeirra á meðal berklar, malaría og kólera, hafi sótt í sig veðrið á síðustu áratugum. Sagt er að það verði æ erfiðara að ráða við suma þeirra með lyfjum. Að minnsta kosti 30 nýir sjúkdómar hafa komið fram á sjónarsviðið á undanförnum áratugum. Sumir eru ólæknandi og banvænir.
EINKENNI FÓLKS Á SÍÐUSTU DÖGUM
10. Hvaða mannleg einkenni sérðu í kringum þig sem lýst er í 2. Tímóteusarbréfi 3:1-5?
10 Biblían lýsir ekki aðeins ákveðinni framvindu í heimsmálum heldur segir einnig frá breytingum sem myndu setja svip á mannlegt samfélag á síðustu dögum. Páll postuli lýsir hvað myndi einkenna fólk á heildina litið. Við lesum í 2. Tímóteusarbréfi 3:1-5: „Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir.“ Páll sagði meðal annars að menn myndu verða
-
sérgóðir
-
fégjarnir
-
foreldrum óhlýðnir
-
vanþakklátir
-
kærleikslausir
-
taumlausir
-
grimmir
-
elska munaðarlífið meira en Guð
-
hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar
11. Hvernig er örlögum óguðlegra lýst í Sálmi 92:8?
11 Eru þessi einkenni áberandi í samfélaginu þar sem þú býrð? Sennilega. Alls staðar er fólk sem sýnir slæm einkenni og það er til merkis um að Guð taki bráðlega í taumana því að Biblían segir: „Þegar óguðlegir greru sem gras og allir illgjörðamennirnir blómguðust, þá var það til þess að þeir skyldu afmáðir verða að eilífu.“ — Sálmur 92:8.
JÁKVÆÐ FRAMVINDA
12, 13. Hvernig hefur þekkingin vaxið á endalokatímanum?
12 Hinir síðustu dagar einkennast af miklum erfiðleikum, rétt eins og
spáð var í Biblíunni. En þrátt fyrir dapurlegt ástand í heiminum á sér stað jákvæð þróun meðal þeirra sem tilbiðja Jehóva.13 „Þekkingin mun vaxa,“ segir í Daníelsbók. Þetta átti að gerast þegar ‚að endalokunum liði‘, einkum frá og með 1914. (Daníel 12:4) Jehóva hefur hjálpað þeim sem langar til að þjóna honum að skilja Biblíuna betur. Þeir hafa fengið betri skilning á nafni Guðs og fyrirætlun, lausnarfórn Jesú Krists, eðli dauðans og upprisunni. Og tilbiðjendur Jehóva hafa lært að lifa heilbrigðu lífi og vera honum til sóma með líferni sínu. Þeir hafa fengið dýpri skilning á hlutverki Guðsríkis og hvernig það mun bæta ástandið á jörðinni. Hvernig nota þeir þessa þekkingu? Það er liður í öðrum spádómi sem er að uppfyllast núna á síðustu dögum.
14. Hversu víða er fagnaðarerindið um ríkið prédikað og hverjir prédika það?
14 „Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina,“ sagði Jesús Kristur í spádómi sínum um endalok núverandi heimskerfis. (Lestu Matteus 24:3, 14.) Fagnaðarerindið um ríkið er prédikað um alla jörðina í meira en 230 löndum og á meira en 400 tungumálum. Vottar Jehóva, sem skipta milljónum, eru ötulir að segja fólki hvað ríki Guðs er, hvað það mun gera og hvernig við getum fengið hlutdeild í þeim gæðum sem það færir mannkyni. Þeir eru af „alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum“. (Opinberunarbókin 7:9) Milljónir manna, sem langar til að kynna sér hvað Biblían kennir, fá ókeypis leiðsögn hjá Vottum Jehóva. Þetta er merkileg uppfylling þessa spádóms, ekki síst þegar haft er í huga að Jesús spáði að sannkristnir menn yrðu „hataðir af öllum“. — Lúkas 21:17.
HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA?
15. (a) Trúirðu að við lifum á síðustu dögum? Hvers vegna? (b) Hvað hefur „endirinn“ í för með sér fyrir þá sem standa á móti Jehóva og þá sem beygja sig undir stjórn Guðsríkis?
15 Ertu ekki sammála því að við lifum á síðustu dögum þegar á það er litið hve margir biblíuspádómar eru að rætast núna? Það er öruggt að „endirinn“ kemur eftir að fagnaðarerindið hefur verið boðað í þeim mæli sem Jehóva vill. (Matteus 24:14) „Endirinn“ er sá tími þegar Guð upprætir alla illsku á jörð. Hann notar Jesú og volduga engla til að útrýma öllum sem standa þrjóskulega á móti honum. (2. Þessaloníkubréf 1:6-9) Þá fá Satan og illu andarnir ekki lengur að leiða þjóðirnar afvega. Í kjölfar þessa mun ríki Guðs færa þeim ólýsanlega gæfu sem beygja sig undir réttláta stjórn þess. — Opinberunarbókin 20:1-3; 21:3-5.
16. Hvað er viturlegt af þér að gera?
16 Illur heimur Satans er í þann mund að líða undir lok þannig að við þurfum að spyrja okkur hvað við eigum að gera. Það er skynsamlegt að halda áfram að afla sér þekkingar á Jehóva og því sem hann vill að við gerum. (Jóhannes 17:3) Kynntu þér Biblíuna markvisst. Vendu þig á að umgangast aðra sem leggja sig fram um að gera vilja Jehóva. (Lestu Hebreabréfið 10:24, 25.) Notfærðu þér þá ágætu menntun sem Jehóva Guð býður upp á um allan heim, og breyttu því sem þú þarft að breyta í lífi þínu til að njóta velþóknunar hans. — Jakobsbréfið 4:8.
17. Af hverju kemur eyðing hinna óguðlegu flestum á óvart?
17 Jesús sagði að flestir myndu hunsa sannanirnar fyrir því að hinir síðustu dagar væru runnir upp. Eyðing hinna óguðlegu kemur skyndilega og óvænt. Hún kemur flestum að óvörum eins og þjófur á nóttu. (Lestu 1. Þessaloníkubréf 5:2.) Jesús sagði: „Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina. Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.“ — Matteus 24:37-39.
18. Hvaða viðvörun Jesú ættum við að taka alvarlega?
18 Þess vegna sagði Jesús áheyrendum sínum: „Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.“ (Lúkas 21:34-36) Það er skynsamlegt að taka orð Jesú alvarlega vegna þess að þeir sem hafa velþóknun Jehóva Guðs og Mannssonarins, Jesú Krists, eiga það í vændum að komast lífs af þegar heimskerfi Satans líður undir lok. Þeir eiga það fyrir sér að lifa að eilífu í nýjum heimi sem er rétt fram undan! — Jóhannes 3:16; 2. Pétursbréf 3:13.
^ gr. 4 Í viðaukanum „Hver er Míkael höfuðengill?“ eru færð rök fyrir því að Míkael og Jesús Kristur séu ein og sama persónan.