Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

1KAFLI

Leyndarmál sem gleður okkur mikið

Leyndarmál sem gleður okkur mikið

Hefur þér einhvern tíma verið sagt eitthvað sem enginn annar fékk að vita? –  * Það er kallað leyndarmál af því að annað fólk veit ekki um það. Í Biblíunni er talað um mjög sérstakt leyndarmál sem er kallað „leyndardómur“. Það er sérstakt af því að það er frá Guði. Jafnvel englarnir vildu fá að vita meira um það. Langar þig til að vita hvaða leyndarmál þetta er? –

Hvað heldurðu að englana hafi langað til að fá að vita?

Fyrir langalöngu skapaði Guð fyrsta manninn og konuna. Þau hétu Adam og Eva. Guð gaf þeim fallegt heimili sem var kallað Edengarðurinn. Adam og Eva og börnin þeirra hefðu getað gert alla jörðina að paradís, eins og Edengarðurinn var, ef þau hefðu hlýtt Guði. Og þau hefðu getað lifað í þessari paradís að eilífu. En manstu hvað Adam og Eva gerðu? –

Adam og Eva hlýddu ekki Guði og þess vegna lifum við ekki í paradís núna. En Guð lofar að gera alla jörðina fallega og þá fá allir að lifa að eilífu og vera glaðir. En hvernig ætlar hann fara að því? Lengi vel vissi fólk það ekki. Það var leyndarmál.

Þegar Jesús var á jörðinni hjálpaði hann fólki að skilja þetta leyndarmál betur og sagði að það tengdist ríki Guðs. Jesús sagði fólki að biðja til Guðs um að þetta ríki kæmi. Ríki Guðs á eftir að breyta jörðinni í fallega paradís.

Finnst þér ekki spennandi að vita um þetta leyndarmál? – Mundu að aðeins þeir sem hlýða Jehóva fá að lifa í paradís. Í Biblíunni getum við lesið margar sögur um menn og konur sem hlýddu Jehóva. Langar þig til að kynnast þeim? – Við skulum lesa um sum þeirra og sjá hvernig við getum líkt eftir þeim.

^ gr. 3 Í þessum sögum muntu sjá strik eins og þetta (–) í lok nokkurra spurninga. Það er vísbending um að gott sé að stoppa lesturinn og leyfa barninu að svara.