Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

11HLUTI

Af hverju sækjum við fjölmenn mót?

Af hverju sækjum við fjölmenn mót?

Mexíkó

Þýskaland

Botsvana

Níkaragva

Ítalía

Fólkið á myndunum er glatt og ánægt. Ástæðan er sú að það er að sækja mót. Við hlökkum til þess að vera viðstödd fjölmenn mót ekki síður en þjónar Guðs til forna en þeim var sagt að safnast saman þrisvar á ári. (5. Mósebók 16:16) Við höldum líka þrjú mót á ári: tvö eins dags svæðismót og eitt þriggja daga umdæmismót. Hvaða gagn höfum við af þessum mótum?

Þau styrkja bræðralag okkar. Við njótum þess að tilbiðja Jehóva saman við sérstök tækifæri, rétt eins og Ísraelsmenn glöddust yfir því að mega lofa Jehóva „í söfnuðinum“. (Sálmur 26:12; 111:1) Mótin gefa okkur tækifæri til að hitta votta annars staðar að af landinu eða jafnvel frá öðrum löndum, og kynnast þeim betur. Í hádegishléinu borðum við saman á mótsstaðnum og það ýtir undir vinalegt andrúmsloftið. (Postulasagan 2:42) Þar getum við kynnst af eigin raun kærleikanum sem sameinar „samfélag þeirra sem trúa“ alls staðar í heiminum. – 1. Pétursbréf 2:17.

Þau hjálpa okkur að taka framförum í trúnni. Ísraelsmenn höfðu mikið gagn af því að safnast saman til að fá skýringar á boðskap Ritningarinnar. (Nehemíabók 8:8, 12) Við kunnum einnig að meta biblíufræðsluna sem við fáum á mótunum. Á hverju móti er unnið út frá biblíulegri grunnhugmynd. Fluttar eru ræður, ræðusyrpur og sýnidæmi sem auðvelda okkur að fara eftir vilja Guðs. Það er hvetjandi að heyra frásögur þeirra sem tekst að lifa farsællega sem kristnir menn á þessum erfiðu tímum. Á umdæmismótunum eru sviðsett leikrit sem blása lífi í frásögur Biblíunnar og hjálpa okkur að draga af þeim ýmsa lærdóma. Á öllum mótum gefst þeim sem hafa vígst Guði tækifæri til að láta skírast.

  • Af hverju eru mótin ánægjulegir viðburðir?

  • Hvaða gagn geturðu haft af því að sækja mót?