Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 28

Sýndu að þú kunnir að meta það sem Jehóva og Jesús hafa gert fyrir þig

Sýndu að þú kunnir að meta það sem Jehóva og Jesús hafa gert fyrir þig

Hvernig líður þér þegar vinur gefur þér fallega gjöf? Þú ert eflaust mjög ánægður og vilt sýna vini þínum að þú kunnir að meta gjöfina. Jehóva og Jesús gáfu okkur bestu gjöf sem við getum nokkurn tíma fengið, lausnarfórnina. Hvernig getum við sýnt að við séum þakklát fyrir hana?

1. Hvernig getum við sýnt að við kunnum að meta það sem Guð og Kristur hafa gert fyrir okkur?

Biblían lofar að „þeir sem trúa á [Jesú]“ geti fengið að lifa að eilífu. (Jóhannes 3:16) Hvernig sýnum við að við trúum á Jesú? Við sýnum trúna bæði með ákvörðunum sem við tökum og með því sem við gerum. (Jakobsbréfið 2:17) Þegar við sýnum trú okkar með því sem við segjum og gerum styrkjum við vináttuna við Jesú og föður hans, Jehóva. – Lestu Jóhannes 14:21.

2. Hvaða sérstaki viðburður hjálpar okkur að sýna þakklæti fyrir það sem Jehóva og Jesús gerðu?

Kvöldið áður en Jesús dó sagði hann fylgjendum sínum hvernig þeir gætu á annan hátt sýnt þakklæti fyrir fórnina sem hann færði. Hann innleiddi sérstaka athöfn sem Biblían kallar ‚kvöldmáltíð Drottins‘, en er líka þekkt sem minningarhátíðin um dauða Krists. (1. Korintubréf 11:20) Jesús stofnaði til hennar vegna þess að hann vildi að postularnir – og allir sannkristnir menn á eftir þeim – minntust þess að hann gaf líf sitt fyrir okkur. Jesús sagði um þessa athöfn: „Gerið þetta til minningar um mig.“ (Lúkas 22:19) Þegar þú sækir minningarhátíðina sýnirðu að þú kunnir að meta hve heitt Jehóva og Jesús elska okkur.

KAFAÐU DÝPRA

Sjáðu hvernig þú getur á fleiri vegu sýnt þakklæti fyrir þann mikla kærleika sem Jehóva og Jesús sýna okkur. Kynntu þér mikilvægi minningarhátíðarinnar um dauða Krists.

3. Hvernig getum við sýnt að við erum þakklát?

Ímyndaðu þér að einhver hafi bjargað þér frá drukknun. Myndirðu gleyma því sem hann gerði fyrir þig? Eða myndirðu leita leiða til að sýna honum þakklæti þitt fyrir það sem hann gerði?

Við eigum Jehóva lífið að þakka. Lesið 1. Jóhannesarbréf 4:8–10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvers vegna er fórn Jesú einstök gjöf?

  • Hvað finnst þér um það sem Jehóva og Jesús gerðu fyrir þig?

Hvernig getum við sýnt að við kunnum að meta það sem Jehóva og Jesús gerðu fyrir okkur? Lesið 2. Korintubréf 5:15 og 1. Jóhannesarbréf 4:11; 5:3. Ræðið eftirfarandi spurningu eftir hvert vers fyrir sig:

  • Hvernig getum við sýnt þakklæti okkar samkvæmt þessu versi?

4. Líktu eftir Jesú

Önnur leið til að sýna þakklæti okkar er að líkja eftir Jesú. Lesið 1. Pétursbréf 2:21 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig gætir þú fetað náið í fótspor Jesú?

5. Vertu viðstaddur minningarhátíðina um dauða Krists

Lesið Lúkas 22:14, 19, 20 til að sjá hvernig fyrsta kvöldmáltíð Drottins fór fram. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig fór kvöldmáltíð Drottins fram?

  • Hvað tákna brauðið og vínið? – Sjá 19. og 20. vers.

Jesús ætlaði lærisveinum sínum að halda kvöldmáltíð Drottins einu sinni á ári á þeim degi sem dauða hans bar upp á. Þess vegna koma vottar Jehóva saman árlega til að minnast dauða Krists á þann hátt sem hann bauð. Spilið MYNDBANDIÐ til að fræðast um þessa mikilvægu samkomu. Ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað á sér stað á minningarhátíðinni?

Brauðið og vínið eru táknmyndir. Brauðið táknar fullkominn mannslíkama Jesú sem hann fórnaði fyrir okkur. Vínið táknar blóð hans.

SUMIR SEGJA: „Það er nóg að trúa á Jesú til að verða hólpinn.“

SAMANTEKT

Við sýnum að við kunnum að meta það sem Jesús gerði fyrir okkur með því að trúa á hann og vera viðstödd minningarhátíðina um dauða hans.

Upprifjun

  • Hvað þýðir það að trúa á Jesú?

  • Hvernig myndirðu vilja sýna að þú kunnir að meta það sem Jehóva og Jesús hafa gert fyrir þig?

  • Hvers vegna er mikilvægt að sækja minningarhátíðina um dauða Krists?

Markmið

KANNAÐU

Hvað hvetur dauði Krists okkur til að gera?

Hann heiðraði Jehóva með líkama sínum 9:28

Lestu nánar um trú og hvernig við getum sýnt hana.

„Trúum á loforð Jehóva“ (Varðturninn október 2016)

Lestu söguna „Núna finnst mér ég heil, lifandi og hrein“ til að sjá hvaða áhrif það hafði á líf konu nokkurrar að fræðast um fórn Krists.

„Biblían breytir lífi fólks“ (Grein úr Varðturninum)

Kynntu þér hvers vegna fáir neyta brauðsins og vínsins á minningarhátíðinni.

„Hvers vegna halda Vottar Jehóva kvöldmáltíð Drottins á annan hátt en önnur trúarbrögð?“ (Vefgrein)