Síðara bréfið til Korintumanna 5:1–21

  • Að klæðast himneskum bústað (1–10)

  • Þjónustan að koma á sáttum (11–21)

    • Ný sköpun (17)

    • Sendiherrar Krists (20)

5  Við vitum að þótt jarðneskt hús okkar, þetta tjald, verði rifið niður*+ eigum við að fá hús frá Guði, eilíft hús á himnum sem er ekki gert með höndum.+  Meðan við erum í þessu jarðneska húsi* andvörpum við og þráum heitt að klæðast bústaðnum sem okkur er búinn á himnum.*+  Þegar við klæðumst honum stöndum við ekki uppi nakin.  Við sem erum í þessu tjaldi andvörpum reyndar og erum þjökuð vegna þess að við viljum ekki afklæðast þessu tjaldi en við viljum þó klæðast hinu+ svo að lífið taki við af hinu dauðlega.+  Það er Guð sem hefur búið okkur undir þetta,+ en hann gaf okkur andann sem tryggingu* fyrir hinu ókomna.+  Við erum því alltaf hughraust. Við vitum að meðan við búum í líkamanum erum við fjarri Drottni.+  Við lifum í trú en ekki eftir því sem við sjáum.  Já, við erum hughraust og vildum helst vera fjarri líkamanum og eignast heimili hjá Drottni.+  En hvort sem við búum hjá honum eða erum fjarri honum er það markmið okkar að vera honum þóknanleg. 10  Við þurfum öll að koma fram* fyrir dómarasæti Krists til að hver og einn fái endurgoldið það sem hann gerði meðan hann var í líkamanum, hvort sem það var gott eða illt.+ 11  Við reynum vissulega að sannfæra fólk þar sem við áttum okkur á þörfinni að óttast Drottin en Guð þekkir okkur. Ég vona að þið skiljið* líka hvers konar menn við erum. 12  Við erum ekki aftur farnir að mæla með sjálfum okkur við ykkur heldur viljum við gefa ykkur tilefni til að vera stolt af okkur svo að þið getið svarað þeim sem stæra sig af ytra útliti+ en ekki því sem býr í hjartanu. 13  Ef við sögðum eitthvað heimskulegt+ var það fyrir Guð. Ef við erum skynsamir er það fyrir ykkur. 14  Kærleikur Krists knýr okkur því að við höfum ályktað sem svo: Einn maður dó fyrir alla+ þar sem allir voru dánir. 15  Og hann dó fyrir alla til að þeir sem lifa lifðu ekki lengur fyrir sjálfa sig+ heldur fyrir hann sem dó fyrir þá og var reistur upp. 16  Héðan í frá horfum við ekki á fólk frá mannlegum sjónarhóli.+ Við horfðum einu sinni á Krist frá mannlegum sjónarhóli en gerum það ekki lengur.+ 17  Ef einhver er sameinaður Kristi er hann því orðinn ný sköpun.+ Hið gamla er horfið, nýtt er orðið til. 18  En allt er frá Guði sem sætti okkur við sig fyrir milligöngu Krists+ og fól okkur þá þjónustu að koma á sáttum,+ 19  já, að boða að Guð sætti heiminn við sig með hjálp Krists+ og léti menn ekki svara til saka fyrir afbrot sín.+ Hann fól okkur að boða fólki að það gæti sæst við hann.+ 20  Við erum sendiherrar+ á vegum Krists.+ Það er eins og Guð sjálfur hvetji fólk fyrir milligöngu okkar. Við biðjum á vegum Krists: „Látið sættast við Guð.“ 21  Guð gerði þann sem þekkti ekki synd+ að syndafórn* fyrir okkur svo að við gætum orðið réttlát í augum Guðs.+

Neðanmáls

Eða „leyst upp“.
Eða „þessum jarðneska bústað“.
Eða „klæðast himneskum bústað okkar“.
Eða „innborgun (staðfestingargjald)“.
Eða „birtast“.
Orðrétt „samviska ykkar skilji“.
Orðrétt „synd“.