Fimmta Mósebók 23:1–25

  • Þeir sem mega ekki tilheyra söfnuði Guðs (1–8)

  • Hreinlæti í búðunum (9–14)

  • Þrælar á flótta (15, 16)

  • Bann við vændi (17, 18)

  • Vextir og heit (19–23)

  • Það sem vegfarendur mega borða (24, 25)

23  Enginn geldingur með kramin eistu eða afskorinn getnaðarlim má tilheyra söfnuði Jehóva.+  Enginn sem er óskilgetinn má tilheyra söfnuði Jehóva.+ Enginn afkomandi hans, ekki einu sinni í tíunda lið, má vera í söfnuði Jehóva.  Enginn Ammóníti eða Móabíti má tilheyra söfnuði Jehóva.+ Enginn afkomandi þeirra, ekki einu sinni í tíunda lið, má nokkurn tíma vera í söfnuði Jehóva  vegna þess að þeir gáfu ykkur hvorki mat né vatn þegar þið voruð á leið frá Egyptalandi+ og þeir réðu Bíleam Beórsson frá Petór í Mesópótamíu til að bölva* ykkur.+  En Jehóva Guð ykkar hlustaði ekki á Bíleam+ heldur sneri Jehóva Guð ykkar bölvuninni í blessun+ því að Jehóva Guð ykkar elskaði ykkur.+  Þið skuluð aldrei nokkurn tíma stuðla að farsæld þeirra og velgengni.+  Þú skalt ekki hata Edómítann því að hann er bróðir þinn.+ Þú skalt ekki hata Egyptann því að þú bjóst sem útlendingur í landi hans.+  Börn þeirra í þriðja ættlið mega tilheyra söfnuði Jehóva.  Þegar þú ferð í stríð við óvini þína og ert í herbúðum skaltu forðast allt sem myndi gera þig óhreinan.*+ 10  Ef maður verður óhreinn út af sáðlátum að nóttu+ á hann að fara út fyrir búðirnar og má ekki koma inn í þær aftur 11  fyrr en um kvöldið þegar hann hefur þvegið sér með vatni. Hann má koma aftur inn í búðirnar um sólsetur.+ 12  Velja skal afvikinn stað* fyrir utan búðirnar þar sem menn geta gert þarfir sínar. 13  Þú skalt hafa prik meðal áhalda þinna. Þegar þú sest á hækjur þínar úti við skaltu grafa holu með því og hylja síðan hægðirnar. 14  Jehóva Guð þinn gengur um búðir þínar+ til að frelsa þig og gefa óvini þína í hendur þér. Búðirnar verða því að vera heilagar+ svo að hann sjái ekkert ógeðfellt hjá þér og snúi sér burt frá þér. 15  Þú skalt ekki framselja þræl í hendur húsbónda sínum ef hann hefur flúið frá honum til þín. 16  Hann má búa meðal ykkar hvar sem hann vill í borgum ykkar. Þú mátt ekki fara illa með hann.+ 17  Engin af dætrum Ísraels má stunda musterisvændi+ né heldur nokkur af sonum Ísraels.+ 18  Þú mátt ekki koma með laun vændiskonu eða laun* vændismanns* inn í hús Jehóva Guðs þíns til að efna heit því að Jehóva Guð þinn hefur viðbjóð á hvoru tveggja. 19  Þú mátt ekki taka vexti af bróður þínum,+ hvorki af peningum, matvælum né nokkru öðru sem hægt er að leggja vexti á. 20  Þú mátt taka vexti af útlendingi+ en af bróður þínum skaltu ekki taka vexti.+ Þá mun Jehóva Guð þinn blessa þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur í landinu sem þú tekur til eignar.+ 21  Ef þú vinnur Jehóva Guði þínum heit+ skaltu ekki vera seinn að efna það+ því að Jehóva Guð þinn ætlast til að þú efnir það. Annars drýgirðu synd.+ 22  En ef þú sleppir því að vinna heit syndgarðu ekki.+ 23  Stattu við orðin sem koma af vörum þínum+ og við það sem þú hefur lofað að færa Jehóva Guði þínum af fúsum og frjálsum vilja.+ 24  Ef þú kemur inn í víngarð annars manns máttu borða eins og þig lystir af vínberjum en þú mátt ekki setja neitt í körfu þína.+ 25  Ef þú ferð inn á kornakur annars manns máttu tína þroskuð öxin með höndunum en þú mátt ekki bera sigð að korni hans.+

Neðanmáls

Eða „formæla“.
Eða „allt illt“.
Það er, kamar.
Eða „tekjur“.
Orðrétt „hunds“.