Dómarabókin 14:1–20

  • Samson dómari vill eignast filisteska konu (1–4)

  • Samson drepur ljón (5–9)

  • Gáta Samsonar í brúðkaupinu (10–19)

  • Kona Samsonar gefin öðrum manni (20)

14  Samson fór nú niður til Timna og sá þar filisteska konu.*  Hann fór síðan heim og sagði föður sínum og móður: „Ég sá filisteska konu í Timna. Viljið þið sjá til þess að ég fái hana fyrir eiginkonu?“  En foreldrar hans sögðu: „Geturðu ekki fundið konu meðal ættingja þinna eða meðal allrar þjóðar okkar?+ Þarftu að fara og finna þér konu meðal þessara óumskornu Filistea?“ En Samson svaraði föður sínum: „Fáðu hana handa mér því að hún er sú rétta.“*  Foreldrar hans skildu ekki að þetta var frá Jehóva komið því að hann leitaði tilefnis til að ráðast gegn Filisteum en þeir réðu yfir Ísrael á þeim tíma.+  Samson fór síðan með foreldrum sínum niður til Timna. Þegar hann kom að víngörðum Timna kom ljón* öskrandi á móti honum.  Þá gaf andi Jehóva honum kraft+ og hann sleit það í sundur eins og menn slíta kiðling í sundur með berum höndum. En hann sagði foreldrunum sínum ekki hvað hann hafði gert.  Síðan fór Samson og talaði við konuna og hún var enn sú rétta í augum hans.+  Þegar hann sneri aftur að nokkrum tíma liðnum til að sækja hana+ vék hann af leið til að sjá ljónshræið, og í hræinu var þá býflugnasveimur og hunang.  Hann skóf upp hunang í lófa sér og át á göngunni. Þegar hann hitti foreldra sína aftur gaf hann þeim smávegis af hunanginu en hann sagði þeim ekki að hann hefði skafið það innan úr ljónshræi. 10  Faðir hans fór til konunnar og Samson hélt veislu þar því að það var venja ungra manna. 11  Þegar hann kom þangað voru valdir 30 brúðarsveinar handa honum. 12  Samson sagði við þá: „Leyfið mér að leggja gátu fyrir ykkur. Ef þið ráðið hana á þessum sjö veisludögum og segið mér lausnina skal ég gefa ykkur 30 flíkur úr líni og 30 alklæðnaði. 13  En ef þið getið ekki ráðið hana skuluð þið gefa mér 30 flíkur úr líni og 30 alklæðnaði.“ Þeir svöruðu: „Segðu okkur gátuna, við viljum heyra hana.“ 14  Þá sagði hann: „Fæða kom út af þeim sem éturog sætindi út af hinum sterka.“+ Þrír dagar liðu án þess að þeir gætu ráðið gátuna. 15  Á fjórða degi sögðu þeir við konu Samsonar: „Plataðu manninn þinn+ til að segja okkur ráðningu gátunnar. Annars brennum við þig og fjölskyldu föður þíns í eldi. Buðuð þið okkur hingað til að hafa af okkur eigur okkar?“ 16  Þá grét kona Samsonar og vældi í honum: „Þú hlýtur að hata mig, þú elskar mig ekki.+ Þú hefur lagt gátu fyrir fólk mitt en þú hefur ekki sagt mér lausnina.“ Hann svaraði: „Ég hef ekki einu sinni sagt föður mínum og móður lausnina! Af hverju ætti ég að segja þér hana?“ 17  En hún hélt áfram að gráta og væla í honum það sem eftir var af veisludögunum sjö. Á sjöunda degi lét hann að lokum undan og sagði henni lausnina. Þá sagði hún fólki sínu lausn gátunnar.+ 18  Fyrir sólsetur* á sjöunda degi sögðu mennirnir í borginni við hann: „Hvað er sætara en hunangog hvað er sterkara en ljón?“+ Samson svaraði: „Ef þið hefðuð ekki plægt með kvígu minni+hefðuð þið ekki ráðið gátuna.“ 19  Þá gaf andi Jehóva honum kraft+ og hann fór niður til Askalon+ og drap 30 menn. Hann tók föt þeirra og gaf þeim sem höfðu ráðið gátuna.+ Hann var ofsareiður og fór heim í hús föður síns. 20  Kona Samsonar+ var síðan gefin einum af brúðarsveinum hans.+

Neðanmáls

Orðrétt „konu eina af dætrum Filistea“.
Orðrétt „sú rétta í augum mínum“.
Eða „ungljón“.
Eða hugsanl. „Áður en hann fór inn í innsta herbergið“.