Hósea 4:1–19

  • Jehóva höfðar mál gegn Ísrael (1–8)

    • Engin þekking á Guði í landinu (1)

  • Skurðgoðadýrkun og lauslæti Ísraels (9–19)

    • Lauslætisandi leiðir afvega (12)

4  Heyrið orð Jehóva, Ísraelsmenn,því að Jehóva höfðar mál gegn íbúum landsins+þar sem enginn sannleikur er í landinu, enginn tryggur kærleikur né þekking á Guði.+   Falskir eiðar, lygar+ og morð,+þjófnaður og hjúskaparbrot+ eru útbreiddog hvert manndrápið tekur við af öðru.+   Þess vegna mun landið syrgja+og allir íbúar þess veslast upp. Villtum dýrum jarðar og fuglum himinsog meira að segja fiskum hafsins verður svipt burt.   „Enginn skal þó þræta né ávíta+því að fólk þitt er eins og þeir sem þræta við prest.+   Þú munt hrasa um hábjartan dagog spámaðurinn hrasar með þér eins og það væri nótt. Ég mun þagga niður í móður þinni.*   Þaggað verður niður í fólki mínu* því að þekkingin er engin. Þar sem þú hefur hafnað þekkingu+hafna ég þér líka sem presti mínum. Og þar sem þú hefur gleymt lögum* Guðs þíns+gleymi ég sonum þínum.   Því fleiri sem þeir* urðu því meira syndguðu þeir gegn mér.+ Ég breyti vegsemd þeirra í vansæmd.*   Þeir nærast á synd fólks mínsog eru sólgnir í afbrot þess.   Þjóðin hlýtur sama hlutskipti og prestarnir. Ég dreg hana til ábyrgðar fyrir hegðun sínaog læt hana gjalda fyrir verk sín.+ 10  Hún mun borða en ekki verða södd.+ Hún verður lauslát* en henni mun ekki fjölga+því að hún hefur hunsað Jehóva. 11  Vændi,* gamalt vín og nýttsviptir burt hvötinni til að gera rétt.*+ 12  Þjóð mín ráðfærir sig við skurðgoð sín úr tréog gerir það sem stafur hennar* segir henni. Já, lauslætisandinn* leiðir hana afvegaog með vændi* sínu svíkur hún Guð sinn. 13  Hún færir fórnir efst uppi á fjöllunum+og lætur fórnarreyk stíga upp á hæðunum,undir eikum og stýraxtrjám og hverju stóru tré+því að skuggi þeirra er góður. Þess vegna stunda dætur ykkar vændi*og tengdadætur ykkar fremja hjúskaparbrot. 14  Ég mun hvorki draga dætur ykkar til ábyrgðar fyrir vændi* sittné tengdadætur ykkar fyrir hjúskaparbrot sínþví að karlarnir fara afsíðis með vændiskonumog færa fórnir með musterishórum. Þess konar fólk, sem skilur ekki neitt,+ mun steypa sér í glötun. 15  Þótt þú stundir vændi,* Ísrael,+skal Júda ekki baka sér sekt.+ Farið ekki til Gilgal+ eða til Betaven+og sverjið ekki: ‚Svo sannarlega sem Jehóva lifir!‘+ 16  Ísrael er orðinn þrjóskur eins og þrjósk kýr.+ Á Jehóva nú að halda honum á beit eins og hrútlambi í víðlendum haga? 17  Efraím hefur bundist skurðgoðum.+ Látið hann eiga sig! 18  Þegar hann er búinn með bjórinn*verður hann lauslátur.* Og leiðtogar* hans elska ósómann.+ 19  Vindurinn vefur hann inn í vængi sína*og hann mun skammast sín fyrir fórnir sínar.“

Neðanmáls

Eða „gera út af við móður þína“.
Eða „Gert verður út af við fólk mitt“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Vísar sennilega til prestanna.
Eða hugsanl. „Þeir skiptu dýrð minni fyrir smán“.
Eða „verður yfirgengilega siðlaus; stundar vændi“.
Orðrétt „tekur hjartað burt“.
Eða „Siðleysi; Lauslæti“.
Eða „stafur spásagnarmannsins“.
Eða „siðleysisandinn; vændisandinn“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „hveitibjórinn“.
Eða „verður hann yfirgengilega siðlaus; stundar hann vændi“.
Orðrétt „skildir“.
Eða „sópar honum burt með vængjum sínum“.