Sálmur 41:1–13
Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.
41 Sá sem lætur sér annt um bágstadda er hamingjusamur,+Jehóva bjargar honum á degi neyðarinnar.
2 Jehóva gætir hans og lætur hann halda lífi,um alla jörð fer orð af því hve hamingjusamur hann er.+
Þú gefur hann aldrei á vald óvina hans.+
3 Jehóva styður hann þegar hann er veikur,+þú hlúir að honum þegar hann er rúmfastur.
4 Ég sagði: „Jehóva, vertu mér góður,+læknaðu mig+ því að ég hef syndgað gegn þér.“+
5 En óvinir mínir óska mér ills:
„Hvenær ætlar hann að fara að deyja svo að nafn hans gleymist?“
6 Ef einhver kemur til að heimsækja mig er hann fullur hræsni.
Hann leitar að einhverju til að nota gegn mér,fer síðan og breiðir út lygar um mig.
7 Allir sem hata mig hvísla sín á milli,þeir vilja mér illt og segja:
8 „Mikil ógæfa er komin yfir hann,nú liggur hann og stendur ekki upp aftur.“+
9 Jafnvel vinur minn sem ég treysti,+sá sem borðaði af brauði mínu, hefur snúist gegn mér.*+
10 En þú, Jehóva, vertu mér góður og hjálpaðu mér á fætursvo að ég geti refsað þeim fyrir það sem þeir hafa gert.
11 Þegar óvinur minn getur ekki hrósað sigri yfir mérveit ég að þú hefur velþóknun á mér.+
12 Þú heldur mér uppi af því að ég er trúfastur+og leyfir mér að vera í návist þinni að eilífu.+
13 Lofaður sé Jehóva Guð Ísraelsum alla eilífð.*+
Amen og amen.