Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Pawel Gluza/500Px Plus/Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Dýralífi hefur hnignað um 73% á 50 árum – hvað segir Biblían?

Dýralífi hefur hnignað um 73% á 50 árum – hvað segir Biblían?

 Þann 9. október 2024 sendi Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn (WWF) frá sér skýrslu sem hlýtur að hrista upp í mörgum, en hún fjallar um áhrifin sem athafnir mannsins hafa á villt dýralíf. Hún leiddi í ljós að „á síðustu 50 árum (1970–2020) hefur meðalstofnstærð dýrategunda sem fylgst hefur verið með skroppið saman um 73 prósent“. Skýrslan kom með þessa viðvörun: „Það eru engar ýkjur að segja að næstu fimm ár muni skera úr um framtíð lífs á jörðu.“

 Það er ekki að undra að mörgum bregður við að heyra slíkt. Við elskum okkar fallegu plánetu og það hryggir okkur að sjá dýrin þjást. Við berum þessar tilfinningar í brjósti af því að það var ætlun Guðs að við önnuðumst dýrin. – 1. Mósebók 1:27, 28; Orðskviðirnir 12:10.

 Þú veltir ef til vill fyrir þér: Mun okkur takast að vernda dýralíf jarðarinnar? Hvað segir Biblían?

Von fyrir framtíðina

 Þrátt fyrir góða viðleitni er framtíð dýralífsins ekki í okkar höndum heldur Guðs. Biblían segir í Opinberunarbókinni 11:18 að Guð muni „eyða þeim sem eyða jörðina“. Þetta vers segir okkur tvennt:

  1.  1. Guð mun koma í veg fyrir að menn eyðileggi jörðina algerlega.

  2.  2. Guð mun fljótlega skerast í leikinn. Hvernig vitum við það? Aldrei fyrr hafa líkurnar á því að menn eyði dýralífi jarðar verið jafn miklar.

 Hvað mun Guð gera til að leysa þennan vanda? Hann mun nota himneska stjórn sína, eða Guðsríki, til að stjórna allri jörðinni. (Matteus 6:10) Þessi stjórn mun veita hlýðnu mannkyni þá menntun og þjálfun sem þarf til að annast og vernda dýralíf jarðar. – Jesaja 11:9.