Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

John Moore/Getty Images

Hvað mun ríki Guðs gera varðandi heilbrigðismál?

Hvað mun ríki Guðs gera varðandi heilbrigðismál?

 „Þótt alþjóðlegu neyðarástandi hafi verið aflétt vegna COVID-19 faraldursins er hættan af sjúkdómnum á alþjóðavísu ekki liðin hjá … Þegar næsta farsótt bankar á dyrnar – sem er öruggt að gerist – verðum við að vera viðbúin.“Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, 22. maí 2023.

 Margir glíma enn við líkamleg og andleg eftirköst vegna COVID-19 faraldursins. Verða stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir viðbúin næsta faraldri og eru þau í stakk búin að takast á við heilsufarsvandamál líðandi stundar?

 Biblían vekur athygli á ríkisstjórn sem mun standa vörð um heilsu allra. Hún segir að „Guð himinsins [muni] stofnsetja ríki“, það er að segja ríkisstjórn. (Daníel 2:44) Undir þeirri ríkisstjórn mun ‚enginn íbúi segja: „Ég er veikur.“‘ (Jesaja 33:24, neðanmáls) Allir verða við góða heilsu og fullir af æskuþrótti. – Jobsbók 33:25.