Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Thai Liang Lim/E+ via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Eru samfélagsmiðlar að skaða barnið þitt? – Hvernig getur Biblían hjálpað foreldrum?

Eru samfélagsmiðlar að skaða barnið þitt? – Hvernig getur Biblían hjálpað foreldrum?

 „Geðraskanir hjá ungu fólki er neyðarástand – og samfélagsmiðlar eiga stóran þátt í því.“ – Dr. Vivek Murthy landlæknir Bandaríkjanna, New York Times, 17. júní 2024.

 Hvernig geta foreldrar verndað börnin sín fyrir hættunni sem stafar af samfélagsmiðlum? Biblían gefur góð ráð.

Hvað geta foreldrar gert?

 Skoðaðu eftirfarandi meginreglur Biblíunnar.

 „Skynsamur maður íhugar hvert skref.“ – Orðskviðirnir 14:15.

 Hafðu hætturnar í huga og láttu ekki þrýsta á þig að leyfa barninu að nota samfélagsmiðla. Fullvissaðu þig um að barnið þitt hafi nægan þroska til að halda sig við ákveðinn tímaramma, halda heilbrigðri vináttu við aðra og forðast óviðeigandi efni áður en þú leyfir því að nota samfélagsmiðla.

 „Notið tímann sem best.“ – Efesusbréfið 5:16.

 Settu reglur um notkun samfélagsmiðlanna, ef þú leyfir barninu þínu að nota þá, og útskýrðu hvernig reglurnar eru því til verndar. Vertu vakandi fyrir breytingum á hegðun barnsins sem gætu verið merki um að þú þurfir að takmarka aðgang þess að samfélagsmiðlum.

Meira

 Biblían segir að núna séu „hættulegir og erfiðir tímar“. (2. Tímóteusarbréf 3:1–5) En hún gefur líka sígild ráð sem geta hjálpað okkur í gegnum erfiðleikana. Í þessari grein um geðheilbrigði unglinga er listi yfir meira en 20 biblíutengd ráð fyrir foreldra og börn.