Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Mig vantar huggunarorð“

„Mig vantar huggunarorð“

„Mig vantar huggunarorð“

● Útibúi Votta Jehóva í Mexíkó barst eftirfarandi bréf frá konu sem vinnur við sérskóla fyrir nemendur með geðrænar og líkamlegar fatlanir. Hún skrifar: „Elskuleg móðir mín lést 9. maí. Ég get ekki lýst tómleikanum sem ég finn fyrir. Nokkrum mánuðum áður en hún dó gerði ég rannsókn á vegum vinnunnar um dauðafræði, en hún fjallar um dauðann og hvernig hægt er að takast á við hann sálfræðilega. Ég hélt að það kæmi mér sjálfri að gagni, en svo var ekki.“

Einhverju sinni þegar sorgin sótti að henni bað hún til Guðs: „Mig vantar huggunarorð.“ Hún segir: „Þetta sama kvöld las ég bæklinginn Þegar ástvinur deyr. Mér fannst sem hann væri saminn handa mér. Hann sýnir manni að það sé í lagi að gráta. Í kaflanum ,Hvernig get ég borið sorg mína?‘ stendur: ,Ekki vanmeta gildi bænarinnar . . . Hjálpin, sem Guð lætur í té, skiptir máli . . . Hjálp frá Guði þurrkar að vísu ekki út sársaukann en hún gerir hann léttbærari. Það þýðir ekki að maður gráti ekki framar eða gleymi ástvini sínum. En maður getur náð sér.‘ Þessi orð hjálpa.“

Ef þú hefur misst ástvin og vantar huggunarorð gæti þér eða einhverjum sem þú þekkir fundist hughreystandi að lesa þennan 32 blaðsíðna bækling.

Óskirðu eftir eintaki geturðu útfyllt og sent miðann hér að neðan.

□ Vinsamlegast sendið mér eintak af þessum bæklingi án allra skuldbindinga.

□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.