RÁÐ VIÐ STREITU
Ertu undir álagi?
„Allir eru undir vissu álagi en ég er að bugast undan álagi. Ég er ekki bara að berjast við eitt stórt vandamál heldur margs konar erfiðleika og flóknar aðstæður. Ég annast einnig manninn minn sem er líkamlega og andlega veikur og sé engan enda á því.“ – Jill. a
„Konan mín fór frá mér og ég þurfti einn að ala upp tvö börn. Það var erfitt að vera einstæður faðir. Þar að auki missti ég vinnuna og hafði ekki efni á að fá skoðun á bílinn. Ég var ráðalaus. Álagið var yfirþyrmandi. Ég vissi innst inni að það væri rangt að binda enda á eigið líf og því sárbændi ég Guð að láta mig deyja.“ – Barry.
Finnst þér þú stundum vera að bugast undan streitu og álagi líkt og Jill og Barry? Þá geta eftirfarandi greinar hjálpað þér. Þær fjalla um algenga streituvalda, hvaða áhrif streita og álag getur haft á okkur og hvernig við getum að minnsta kosti fengið einhverja hugarró.
a Nöfnum er breytt.