Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÚR ÝMSUM ÁTTUM

Sambönd í brennidepli

Sambönd í brennidepli

Verður Biblían fyrst fyrir valinu þegar þú leitar ráða um samskipti, eða er hún kannski síðasti kosturinn? Stenst viska þessarar fornu bókar samanburð við nýlegar rannsóknir?

INDLAND

Samkvæmt könnun, sem var gerð árið 2014, álítur 61% ungmenna á aldrinum 18-25 ára að kynlíf fyrir hjónaband sé „ekki lengur neitt stórmál á Indlandi“. Læknir í Mumbai sagði í viðtali við Hindustan Times að hann teldi að „ungt fólk, sem stofnar til rómantísks sambands, sé ekki endilega í giftingarhugleiðingum. Hvort sem um er að ræða skyndikynni, lauslegt samband eða óvígða sambúð er ekki sjálfsagt að það sé á dagskrá að skuldbinda sig.“

TIL UMHUGSUNAR: Má frekar rekja kynsjúkdóma og tilfinningaleg áföll til kynlífs fyrir hjónaband eða kynlífs innan hjónabands? – 1. Korintubréf 6:18.

DANMÖRK

Þeir sem rífast oft við nána ættingja eru í helmingi meiri hættu en aðrir að deyja á miðjum aldri. Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla fylgdust í 11 ár með næstum 10.000 manns á miðjum aldri. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þátttakendur, sem rifust oft við einhvern sér nákominn, væru mun líklegri til að deyja um aldur fram en þeir sem rifust sjaldan. Einn af þeim sem stóðu að rannsókninni segir að ein mikilvæg leið til að draga úr hættunni á að deyja um aldur fram sé að kunna takast á við áhyggjur, álag og ágreining.

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN? „Fámálugur maður er hygginn, og geðrór maður er skynsamur.“ – Orðskviðirnir 17:27, Biblían 1981.

BANDARÍKIN

Fólk sem er ýmist sundur eða saman í tilhugalífinu er líklegra til að slíta samvistum um stundar sakir á fyrstu fimm árum hjónabandsins en pör sem héldu saman í tilhugalífinu. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem náði til 564 hjóna í Louisiana. Þau eru einnig líklegri til að deila og vera óánægð með hjónabandið.

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN? „Það sem Guð hefur tengt saman [í hjónaband] má eigi maðurinn sundur skilja.“ – Matteus 19:6.