Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Háls maursins

Háls maursins

VÉLTÆKNIFRÆÐINGAR dást að því hvernig maurar geta lyft margfaldri þyngd sinni. Til að skilja hvernig þeir fara að því rannsökuðu verkfræðingar við Ohio State-háskólann, í Bandaríkjunum, líkamsbyggingu maursins. Þeir notuðu smásjársneiðmyndatæki til að smíða tölvulíkan sem líkir eftir þeim kröftum sem maurinn beitir þegar hann ber hluti.

Háls maursins er afar mikilvægur enda þarf hann að geta borið uppi fullan þunga þess sem dýrið tekur upp með kjaftinum. Mjúkir vefir í hálsi maursins tengjast harðri skel frambols og höfuðs líkt og fingur krækjast saman þegar maður spennir greipar. „Gerð og bygging þessarar tengingar ræður úrslitum um að hálsliðurinn geti sinnt hlutverki sínu,“ segir einn vísindamannanna. „Einstök tenging mjúka og harða efnisins eykur að öllum líkindum viðloðunina og kann að vera einn mikilvægasti þátturinn í gerð hálsliðarins og burðargetu hans.“ Vísindamenn vonast til að aukinn skilningur á því hvernig háls maursins virkar geri þeim kleift að hanna enn betri róbóta.

Hvað heldur þú? Þróaðist háls maursins og það flókna samspil sem gerir hann svo sterkan? Eða býr hönnun að baki?