VARÐTURNINN – NÁMSÚTGÁFA Janúar 2017

Í þessu blaði eru námsgreinar fyrir tímabilið 27. febrúar til 2. apríl 2017.

Þau buðu sig fúslega fram

Margar einhleypar systur, sem hafa starfað á erlendri grund, voru hikandi í fyrstu við að flytja til annars lands. Hvernig tóku þær í sig kjark? Hvað hafa þær lært af starfi sínu erlendis?

Treystu Jehóva og gerðu gott

Jehóva gerir fúslega fyrir okkur það sem við getum ekki gert sjálf. Hann ætlast þó til að við gerum það sem við getum. Hvernig hjálpar árstextinn 2017 okkur að finna rétta jafnvægið?

Frjálsi viljinn er dýrmæt gjöf

Hvað er frjáls vilji og hvað kennir Biblían um hann? Hvernig geturðu sýnt að þú virðir frjálsan vilja annarra?

Hvers vegna skiptir enn þá máli að vera hógvær?

Hvað er hógværð og hvernig tengist hún auðmýkt? Hvers vegna er mikilvægt að vera hógvær?

Þú getur verið hógvær þegar á reynir

Hvernig getum við verið hógvær þegar aðstæður okkar breytast, þegar við erum gagnrýnd eða okkur hrósað og þegar við erum óviss hvað við eigum að gera?

,Það skalt þú fá í hendur trúum mönnum‘

Hvernig geta eldri bræður hjálpað hinum yngri að taka á sig aukna ábyrgð? Hvernig geta yngri bræður sýnt að þeir kunni að meta þá sem hafa farið með forystuna árum saman?

Vissir þú?

Hvernig var eldur fluttur frá einum stað til annars á biblíutímanum?