ÆVISAGA
Leit mín að tilgangi í lífinu
ÉG VAR á siglingu á Miðjarðarhafi, langt frá ströndinni og uppgötvaði allt í einu að báturinn var lekur og sjórinn flæddi inn. Þá skall á stormur. Ég varð hræddur og bað til Guðs í fyrsta skipti í mörg ár. Hvað kom til að ég lenti í þessum aðstæðum? Ég ætla að byrja á byrjuninni.
Ég fæddist í Hollandi árið 1948. Ári síðar fluttist fjölskyldan til São Paulo í Brasilíu. Foreldrar mínir sóttu kirkju reglulega og fjölskyldan hafði fyrir venju að lesa saman í Biblíunni eftir kvöldmat. Við fluttumst aftur búferlum árið 1959 og settumst að í Massachusetts í Bandaríkjunum.
Pabbi vann hörðum höndum til að sjá fyrir átta manna fjölskyldu. Hann var farandsölumaður, vann við vegagerð og hjá alþjóðlegu flugfélagi. Allir í fjölskyldunni voru ánægðir að hann skyldi vinna fyrir flugfélagið því að það þýddi að við gátum farið oft í ferðalög.
Þegar ég var í framhaldsskóla hugsaði ég oft um hvað ég ætti að gera þegar ég yrði fullorðinn. Sumir vina minna fóru í háskóla en aðrir gengu í herinn. Mig langaði ekki í herinn því að mér hefur alltaf verið illa við deilur, hvað þá að berjast. Mest af öllu vildi ég hjálpa fólki því að ég hugsaði að það myndi gera líf mitt tilgangsríkt.
LÍFIÐ Í HÁSKÓLANUM
Í háskólanum hafði ég áhuga á mannfræði því að ég var forvitinn um uppruna lífsins. Okkur var kennd þróunarkenningin
og ætlast var til að við tryðum að hún væri sönn. En sumar skýringar voru ekki rökréttar í mínum huga og útheimtu blinda trú, en það er gagnstætt rannsóknaraðferð vísindanna.Í kennslustundum sem ég sótti var ekki veitt kennsla í góðu siðferði. Áherslan var öllu heldur á það að ná árangri í námi hvað sem það kostaði. Það veitti mér vellíðunartilfinningu að fara í partí og neyta fíkniefna en hún var ekki varanleg. Ég velti fyrir mér hvort það væri einhver tilgangur með þessu lífi.
Ég flutti síðan til Boston og byrjaði í háskóla þar. Til að geta borgað fyrir námið fékk ég mér sumarvinnu en þannig komst ég fyrst í samband við votta Jehóva. Einn vinnufélagi minn ræddi við mig spádóminn um „sjö tíðir“ sem sagt er frá í 4. kafla Daníelsbókar og hann útskýrði að við lifum núna á síðustu dögum. (Dan. 4:13–17) Ég skildi að ef ég héldi áfram að ræða við hann um Biblíuna og færi að trúa því sem ég lærði yrði ég að breyta um lífsstíl. Ég gerði því allt sem ég gat til að forðast þennan vinnufélaga.
Í háskólanum tók ég áfanga sem bjuggu mig undir sjálfboðastarf í Suður-Ameríku. Ég hélt að ég myndi öðlast tilgang í lífinu með því að hjálpa fólki. En ég fór að gera mér grein fyrir að þetta myndi ekki heldur gera líf mitt tilgangsríkt. Vonsvikinn hætti ég í háskóla eftir önnina.
LEITIN AÐ TILGANGI HELDUR ÁFRAM Í FJARLÆGUM LÖNDUM
Í maí 1970 fluttist ég til Amsterdam í Hollandi til að vinna fyrir sama flugfélag og faðir minn hafði gert. Vegna vinnunnar gat ég ferðast heilmikið og heimsótti lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Austurlöndum fjær. Ég komst fljótlega að því að alls staðar voru mörg vandamál en enginn virtist geta leyst þau. Ég hafði enn löngun til að áorka einhverju sem skipti máli þannig að ég sneri aftur til Bandaríkjanna og hélt áfram námi í háskólanum í Boston.
Fljótlega gerði ég mér þó grein fyrir að ég fengi ekki svör við spurningum mínum í skólanum. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera svo að ég bað prófessorinn minn í mannfræði um ráð. Það sem hann sagði kom mér á óvart: „Hvers vegna heldurðu áfram í náminu? Hvers vegna ekki að hætta núna?“ Hann þurfti ekki að segja mér þetta tvisvar. Ég hætti í háskólanum og sneri aldrei aftur.
Lífið virtist samt ekki hafa neinn tilgang svo að ég ákvað að ganga í lið með blómakynslóðinni. Ég ferðaðist ásamt nokkrum vinum mínum á puttanum þvert yfir Bandaríkin til Acapulco í Mexíkó. Við lifðum sem hippar og lífið virtist laust við áhyggjur. En ég komst fljótlega að því að lífsstíll þeirra veitti engan raunverulegan tilgang eða varanlega hamingju. Þess í stað var þessi lífsstíll gegnsýrður af óheiðarleika og ótrúmennsku.
LEITIN HELDUR ÁFRAM Á SEGLSKÚTU
Nú var ég farinn að hugsa aftur um nokkuð sem mig hafði dreymt um frá æskuárum.
Ég vildi fara í siglingu um höfin, ekki sem háseti heldur skipstjóri. Eina leiðin til þess var að eignast sjálfur seglskútu. Tom vinur minn átti svipaða drauma þannig að við ákváðum að sigla um heiminn saman. Mig langaði að finna paradísareyju við miðbaug langt í burtu frá reglum samfélagsins.Við Tom fórum til Arenys de Mar, stutt frá Barcelona á Spáni. Þar keyptum við 31 fets seglskútu sem var kölluð Llygra. Við hófumst handa við að standsetja hana svo að hún yrði sjófær. Okkur lá ekkert á að komast á áfangastað þannig að við fjarlægðum vélina og nýttum aukarýmið til að geyma drykkjarvatn. Við keyptum tvær 5 metra árar til að geta stýrt skútunni í litlum höfnum. Loks undum við upp segl og stefndum á Seychelles-eyjar í Indlandshafi. Meiningin var að sigla með vesturströnd Afríku og fyrir Góðrarvonarhöfða í Suður-Afríku. Við notuðum sextant til að setja stefnuna, skoðuðum almanök og stjörnukort og tókum mið af stjörnunum. Það kom mér á óvart hversu nákvæmlega við gátum fundið staðsetningu okkar.
Það leið ekki á löngu áður en við skildum að trébáturinn okkar var ekki sjófær. Hann tók inn rúmlega tuttugu lítra af sjó á klukkustund! Eins og ég minntist á til að byrja með varð ég hræddur þegar stormur skall á og bað til Guðs í fyrsta skipti í mörg ár. Ég lofaði honum að ég myndi reyna að kynnast honum ef við lifðum þetta af. Storminum slotaði og aldrei þessu vant stóð ég við loforð mitt.
Ég byrjaði að lesa í Biblíunni meðan við vorum úti á hafi. Þú getur rétt ímyndað þér hversu ánægjulegt það var að sitja í skútunni úti á Miðjarðarhafi langt frá landi með sjóndeildarhringinn í fjarska og fylgjast með flugfiskum og höfrungum. Mér fannst heillandi að horfa á Vetrarbrautina um nætur og sannfærðist æ betur um tilvist Guðs sem hefur áhuga á mannkyninu.
Eftir nokkrar vikur úti á sjó komum við í höfn í Alicante á Spáni. Þar settum við skútuna á sölu með það fyrir augum að kaupa aðra betri. Það kom ekki á óvart að það reyndist erfitt að finna kaupanda að gömlum, vélarlausum og lekum seglbát. En ég hafði mikinn tíma til að lesa í Biblíunni.
Því meir sem ég las í Biblíunni því betur skildi ég að hún er leiðbeiningabók sem getur hjálpað okkur að lifa hamingjuríku lífi. Ég hreifst af því hvernig hún fjallar um siðferðilega hreint líf á skýran hátt og velti því fyrir mér hvers vegna svo margir, þar á meðal ég sjálfur, álíta sig kristna en hunsa samt það sem hún segir.
Ég var ákveðinn í að gera miklar breytingar til að lifa hreinu lífi þannig að ég hætti að neyta fíkniefna. Ég hugsaði að það hlyti að vera til fólk sem fylgir siðferðisstöðlum Biblíunnar og ég vildi hitta það. Ég leitaði til Guðs í annað skiptið og bað hann um hjálp til að finna þetta fólk.
LEIT MÍN AÐ SANNRI TRÚ
Mér virtist rökrétt að nota útilokunaraðferðina til að finna hina sönnu trú. Þegar ég
gekk um götur Alicante sá ég margar trúarlegar byggingar. En í mörgum þeirra voru líkneski þannig að ég vissi að þær tengdust ekki sannri trú.Einn sunnudagsmorgun stóð ég í brekku fyrir ofan höfnina og leit yfir hana. Þar las ég Jakobsbréfið 2:1–5 sem varar við því að hygla hinum ríku. Á leiðinni aftur að bátnum gekk ég fram hjá trúarlegum samkomustað með skilti sem á stóð „Ríkissalur Votta Jehóva“.
Ég ákvað að leggja próf fyrir þetta fólk og sjá hvaða móttökur ég fengi. Ég gekk inn í ríkissalinn, berfættur, skeggjaður og í rifnum gallabuxum. Sá sem fór með umsjón í sal vísaði mér til sætis við hliðina á vingjarnlegri eldri konu. Hún hjálpaði mér að finna biblíuversin sem ræðumaðurinn nefndi. Ég var snortinn eftir samkomuna þegar margir komu og heilsuðu mér. Maður bauð mér heim til sín til að ræða við mig en vegna þess að ég hafði ekki klárað að lesa Biblíuna sagði ég honum að ég myndi láta hann vita þegar ég væri tilbúinn. En ég byrjaði að sækja samkomur.
Ég heimsótti manninn nokkrum vikum seinna og hann svaraði spurningum mínum um Biblíuna. Viku seinna gaf hann mér poka fullan af mjög fallegum fötum. Hann sagði mér að sá sem hafði átt fötin væri í fangelsi vegna þess að hann hlýddi boði Biblíunnar um að bera kærleika til annarra og ekki temja sér hernað. (Jes. 2:4; Jóh. 13:34, 35) Nú var ég viss um að ég hafði fundið það sem ég leitaði að – fólk sem fer eftir skýrum siðferðisreglum Biblíunnar. Markmið mitt var ekki lengur að finna paradísareyju heldur kynna mér Biblíuna vandlega. Ég sneri því aftur til Hollands.
LEIT AÐ VINNU
Það tók mig fjóra daga að ferðast á puttanum til Groningen sem er borg í Hollandi. Þar þurfti ég að finna vinnu til að sjá mér farborða. Þegar ég sótti um vinnu á trésmíðaverkstæði var ég beðinn um að fylla út eyðublað þar sem ég var spurður um hverrar trúar ég væri. Ég svaraði: „Vottur Jehóva.“ Svipur eigandans breyttist þegar hann las það. Hann sagðist ætla að hringja í mig en gerði það aldrei.
Á öðru trésmíðaverkstæði spurði ég eigandann hvort hann vantaði aðstoð. Hann Sálm. 37:4) Ég vann á verkstæði bróðurins í eitt ár. Hann leiðbeindi mér við biblíunám þennan tíma og ég lét síðan skírast í janúar 1974.
bað mig um ferilskrá mína. Ég svaraði að ég hefði unnið við viðgerðir á seglskútu úr tré. Mér til undrunar sagði hann: „Þú getur byrjað síðdegis í dag en með einu skilyrði. Þú mátt ekki valda mér neinum erfiðleikum vegna þess að ég er vottur Jehóva og fer eftir meginreglum Biblíunnar.“ Ég horfði á hann fullur undrunar og sagði: „Ég er það líka.“ Það var örugglega vegna þess að ég var með sítt hár og skegg að hann sagði: „Þá ætla ég að leiðbeina þér við biblíunám.“ Ég þáði það með glöðu geði. Nú varð mér ljóst hvers vegna hinn eigandinn hringdi aldrei. Jehóva hafði svarað bænum mínum. (ÉG FANN LOKSINS TILGANG LÍFSINS
Mánuði síðar gerðist ég brautryðjandi en það hefur veitt mér mikla gleði. Í mánuðinum á eftir fluttist ég til Amsterdam til að styðja nýstofnaðan spænskumælandi hóp. Það var mjög ánægjulegt að halda biblíunámskeið á spænsku og portúgölsku. Í maí 1975 gerðist ég sérbrautryðjandi.
Einn daginn kom sérbrautryðjandasystir að nafni Ineke á spænska samkomu til að kynna fyrir okkur nemanda sinn frá Bólivíu. Við Ineke ákváðum að kynnast með því að skrifast á og fljótlega kom í ljós að við höfðum svipuð markmið. Við giftum okkur árið 1976 og héldum áfram að þjóna sem sérbrautryðjendur til ársins 1982 þegar okkur var boðið að sækja Gíleaðskólann með 73. nemendahópnum. Við vorum bæði hissa og ánægð að vera send til Austur-Afríku. Þar störfuðum við í fimm ár í Mombasa í Kenía. Árið 1987 vorum við send til Tansaníu en þar var nýbúið að aflétta banni á boðun okkar. Við vorum þar í 26 ár áður en við snerum aftur til Kenía.
Að hjálpa auðmjúku fólki að kynnast sannindum Biblíunnar hefur gefið lífi okkar tilgang. Ég hitti til dæmis fyrsta biblíunemanda minn í Mombasa þegar ég var að boða trúna meðal almennings. Þegar ég bauð honum tvö blöð sagði hann: „Hvað geri ég þegar ég er búinn að lesa þau?“ Vikuna á eftir byrjaði ég að leiðbeina honum við biblíunám með hjálp bókarinnar Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð sem var nýkomin út á svahílí. Hann lét skírast ári síðar og gerðist brautryðjandi. Síðan þá hafa hann og eiginkona hans hjálpað næstum 100 manns til vígslu og skírnar.
Þegar ég skildi hver væri tilgangur lífsins leið mér eins og kaupmanninum sem fann einstaka perlu og vildi ekki glata henni. (Matt. 13:45, 46) Ég vildi nota tíma minn og krafta til að hjálpa öðrum að finna tilgang í lífinu. Við ástkær eiginkona mín höfum séð með eigin augum hvernig Jehóva hjálpar þjónum sínum að lifa tilgangsríku lífi.