Guð blessar þá sem hlýða honum
Spámaðurinn Móse sagði að við fengjum blessun Guðs ef við færum eftir boðum hans. (5. Mósebók 10:13; 11:27) Við hlýðum Guði ekki vegna þess að við óttumst refsingu frá honum. Yndislegir eiginleikar Guðs eru okkur hvatning til að hlýða honum vegna þess að við elskum hann og viljum ekki gera nokkuð sem gæti hryggt hann. „Að elska Guð felur í sér að halda boðorð hans.“ – 1. Jóhannesarbréf 5:3.
En hvernig er það okkur til blessunar að hlýða Guði? Skoðum tvennt.
1. AÐ HLÝÐA GUÐI GERIR OKKUR SKYNSÖM
„Ég er Drottinn, Guð þinn, sem kenni þér það sem gagnlegt er, leiði þig þann veg sem þú skalt ganga.“ – JESAJA 48:17.
Skapari okkar, Jehóva Guð, þekkir okkur og gefur okkur þær leiðbeiningar sem við þörfnumst. Ef við viljum að kennsla hans í Ritningunni hjálpi okkur að taka skynsamlegar ákvarðanir verðum við að kynna okkur hvað hann vill að gerum og fara síðan eftir því.
2. HLÝÐNI VIÐ GUÐ GERIR OKKUR HAMINGJUSÖM
„Þeir sem heyra orð Guðs og fara eftir því, þeir eru hamingjusamir.“ – LÚKAS 11:28.
Nú á dögum fara milljónir manna eftir orði Guðs og njóta sannrar hamingju. Tökum sem dæmi mann á Spáni sem var skapbráður og kom illa fram við aðra, þar á meðal konuna sína. Einn daginn las hann það sem spámaðurinn Móse skrifaði um mildi Jósefs sonar Jakobs. Jósef var seldur í þrældóm og hnepptur í fangelsi án saka. Samt hélt hann áfram að vera mildur, friðsamur og fús til að fyrirgefa. (1. Mósebók, kaflar 37–45) Maðurinn á Spáni segir: „Fordæmi Jósefs fékk mig til að rækta með mér mildi, góðvild og sjálfstjórn. Þess vegna er ég hamingjusamur núna.“
Ritningin gefur okkur frekari leiðbeiningar um hvernig við eigum að koma fram við aðra. Skoðum það nánar í næstu grein.