Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Núna trúi ég að til sé Guð“

„Núna trúi ég að til sé Guð“

„Núna trúi ég að til sé Guð“

ALEXANDRA er úkraínsk kona sem býr í Prag í Tékklandi. Dag einn var hún á leið heim úr vinnu og kom þá auga á veski sem lá á götunni á sporvagnastöð og þvældist fram og aftur milli fóta vegfarenda. Hún trúði varla sínum eigin augum þegar hún tók veskið upp og opnaði það. Í veskinu var bunki af tékkneskum 5.000 króna seðlum! Enginn virtist vera að leita að veskinu. Alexandra var útlendingur í Tékklandi og átti erfitt með að láta enda ná saman. Hvernig brást hún við þessum óvænta fundi?

Þegar hún kom heim sýndi hún Viktoríu, dóttur sinni, veskið. Þær leituðu í veskinu að nafni og heimilisfangi eigandans en allt kom fyrir ekki. Þær fundu hins vegar lítinn miða sem nokkrar tölur voru skrifaðar á. Á annarri hlið miðans var reikningsnúmer og á hinni var að finna fleiri tölur. Í veskinu voru einnig leiðbeiningar sem vísuðu leiðina í banka í hverfinu og miði sem á stóð „330.000 krónur“ (jafnvirði um það bil 730.000 íslenskra króna). Þetta var nákvæmlega sú upphæð sem var í veskinu.

Alexandra reyndi að ná sambandi við bankann með því að hringja í númer sem leit út fyrir að vera símanúmer. En þar sem það gekk ekki lögðu þær mæðgurnar leið sína í bankann og sögðu frá því sem gerst hafði. Þær spurðust fyrir um reikningsnúmerið sem þær höfðu fundið í veskinu en enginn reikningur með þessu númeri var á skrá hjá bankanum. Daginn eftir fór Alexandra aftur í bankann og að þessu sinni með annað númer sem fannst í veskinu. Og viti menn, bankinn hafði viðskiptavin á skrá hjá sér sem var með þetta reikningsnúmer. Alexandra og Viktoría höfðu samband við konuna og hún staðfesti að hún hefði týnt veskinu. Þegar þær hittu hana loksins þakkaði hún þeim innilega fyrir og spurði: „Hvað viljið þið fá í fundarlaun?“

Viktoría svaraði á tékknesku: „Við viljum engin fundarlaun. Ef við hefðum viljað peningana hefðum við haldið þeim.“ Og hún hélt áfram þótt hún kynni lítið í málinu: „Við erum vottar Jehóva og þess vegna skilum við peningunum. Við getum ekki haldið því sem við eigum ekki af því að biblíufrædd samviska okkar leyfir það ekki.“ (Hebreabréfið 13:18) Himinlifandi sagði konan: „Núna trúi ég að til sé Guð.“