Börn og unglingar — verið enn ákveðnari að þjóna Jehóva
Börn og unglingar — verið enn ákveðnari að þjóna Jehóva
„Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum.“ — PRÉD. 12:1.
1. Hvaða hvatningu fengu börn í Ísrael?
FYRIR næstum 3.500 árum sagði Móse, spámaður Jehóva, við presta og öldunga Ísraels: „Stefndu fólkinu saman, bæði körlum, konum og börnum . . . til þess að þeir hlusti á [lögin] og læri þau, óttist Drottin, Guð ykkar, og gæti þess að framfylgja öllum ákvæðum þessara laga.“ (5. Mós. 31:12) Við tökum eftir hverjir áttu að safnast saman til tilbeiðslu. Það voru karlar, konur og börn. Já, börnin áttu líka að hlusta, læra og fylgja leiðbeiningum Jehóva.
2. Hvernig lét Jehóva í ljós umhyggju sína fyrir börnum og unglingum í frumkristna söfnuðinum?
2 Umhyggja Jehóva fyrir börnum og unglingum meðal þjóna sinna kom einnig vel fram á fyrstu öld. Hann innblés Páli postula að gefa börnum og unglingum sérstakar leiðbeiningar í sumum af bréfunum sem hann sendi söfnuðunum. (Lestu Efesusbréfið 6:1; Kólossubréfið 3:20.) Unga fólkið í söfnuðinum, sem fór eftir þessum leiðbeiningum, lærði að meta ástríkan föður sinn á himnum og hlaut blessun hans.
3. Hvernig sýna börn og unglingar nú á dögum að þau vilja þjóna Guði?
3 Er börnum og unglingum boðið að safnast saman til að tilbiðja Jehóva nú á dögum? Já, og það er gleðilegt fyrir alla þjóna Guðs að sjá fjölmörg ungmenni um allan heim gera eins og Páll postuli hvetur til: „Gefum gætur hvert að öðru og hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka. Vanrækið ekki safnaðarsamkomur ykkar eins og sumra er siður heldur uppörvið hvert annað og það því fremur sem þið sjáið að dagurinn færist nær.“ (Hebr. 10:24, 25) Fjöldi barna boðar fagnaðarerindið um ríki Guðs með foreldrum sínum. (Matt. 24:14) Og þúsundir ungmenna tjá kærleika sinn til Jehóva ár hvert með því að láta skírast og þau hljóta síðan þá blessun sem fylgir því að vera lærisveinar Krists. — Matt. 16:24; Mark. 10:29, 30.
Þiggðu boðið — núna
4. Hvaða aldri þurfa börnin að ná til að þiggja boð Guðs um að þjóna honum?
4 „Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum,“ segir í Prédikaranum 12:1. Hvað þarftu að vera gamall til að geta þegið þetta hlýlega boð um að tilbiðja Jehóva og þjóna honum? Enginn ákveðinn aldur er tilgreindur í Biblíunni. Þú skalt því ekki halda að þér höndum og hugsa sem svo að þú sért of ung eða ungur til að hlusta á Jehóva og þjóna honum. Allir eru hvattir til að þiggja boðið án tafar, óháð aldri.
5. Hvernig geta foreldrar hjálpað börnum sínum að þroskast í trúnni?
5 Mörg ykkar fá hjálp frá öðru foreldri ykkar eða báðum til þroskast í trúnni. Þar eruð þið í svipaðri aðstöðu og Tímóteus sem sagt er frá í Biblíunni. Hann var enn þá 2. Tím. 3:14, 15) Trúlega eru foreldrar þínir að kenna þér á svipaðan hátt með því að fræða þig um Biblíuna, biðja með þér, fara með þig á safnaðarsamkomur og fjölmenn mót þjóna Guðs og taka þig með sér í boðunarstarfið. Foreldrar þínir hafa fengið það alvarlega verkefni frá Jehóva Guði sjálfum að fræða þig um vegi hans. Kanntu að meta kærleika þeirra og umhyggju fyrir þér? — Orðskv. 23:22.
ungbarn þegar Evnike móðir hans og Lóis amma hans byrjuðu að fræða hann um heilagar ritningar. (6. (a) Hvernig vill Jehóva að við þjónum sér samkvæmt Sálmi 110:3? (b) Hvað ætlum við að skoða núna?
6 En þegar þið vaxið og þroskist vill Jehóva að þið „lærið svo að skilja hver sé vilji [hans], hið góða, fagra og fullkomna“, rétt eins og Tímóteus gerði. (Rómv. 12:2) Ef þú gerir það tekurðu þátt í starfi safnaðarins af því að þig langar til að gera vilja Guðs en ekki af því að foreldrar þínir ætlast til þess. Þú gleður Jehóva með því að þjóna honum af fúsu geði. (Sálm. 110:3) Hvernig geturðu þá sýnt að þig langi til að hlusta á Jehóva og hlýða leiðsögn hans? Við skulum skoða þrjár leiðir til þess. Þetta eru biblíunám, bænir og breytni. Lítum nánar á þetta þrennt.
Kynnstu Jehóva sem persónu
7. Hvernig var Jesús góð fyrirmynd sem biblíunemandi og hvað stuðlaði að því?
7 Daglegur biblíulestur er fyrsta leiðin til að glæða löngunina til að þjóna Jehóva. Þú getur fullnægt andlegum þörfum þínum og byggt upp dýrmæta biblíuþekkingu með því að lesa reglulega í orði Guðs. (Matt. 4:4) Jesús er þér góð fyrirmynd. Þegar hann var 12 ára gerðist það einu sinni að foreldrar hans fundu hann í musterinu þar sem hann „sat . . . mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá“. (Lúk. 2:44-46) Jesús þráði þegar á barnsaldri að kynnast Ritningunni og hafði góðan skilning á henni. Hvað hjálpaði honum til þess? María móðir hans og Jósef fósturfaðir hans áttu eflaust stóran þátt í því. Þau þjónuðu Guði og fræddu Jesú um hann allt frá blautu barnsbeini. — Matt. 1:18-20; Lúk. 2:41, 51.
8. (a) Hve snemma ættu foreldrar að byrja að glæða með börnum sínum ást á orði Guðs? (b) Segðu frá dæmi sem sýnir fram á gildi þess að kenna börnunum frá unga aldri.
8 Guðhræddir foreldrar á okkar tímum vita líka hve mikilvægt það er að vekja með börnunum löngun í sannleika Biblíunnar allt frá unga aldri. (5. Mós. 6:6-9) Rubi, sem er systir í söfnuðinum, byrjaði á því skömmu eftir að hún eignast Joseph, fyrsta soninn. Hún las daglega fyrir hann í Biblíusögubókinni. Þegar hann stækkaði kenndi hún honum ýmsa ritningarstaði. Naut drengurinn góðs af þessari kennslu? Skömmu eftir að hann fór að tala gat hann endursagt margar biblíusögur með eigin orðum. Hann flutti fyrsta verkefnið í Boðunarskólanum þegar hann var fimm ára.
9. Af hverju er mikilvægt að lesa í Biblíunni og hugleiða efnið?
9 Meðan þið eruð ung ættuð þið að vinna að góðum framförum í trúnni með því að venja ykkur á að lesa daglega í Biblíunni og viðhalda þessum góða sið gegnum unglings- og fullorðinsárin. (Sálm. 71:17) Af hverju stuðlar biblíulestur að framförum? Taktu eftir hvað Jesús sagði í bæn til föður síns: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð.“ (Jóh. 17:3) Með því að kynnast Jehóva betur lærirðu að sjá hann sem raunverulega persónu og lærir að elska hann enn heitar. (Hebr. 11:27) Þess vegna ættirðu að nota tækifærið í hvert sinn sem þú lest í Biblíunni til að kynnast Jehóva betur. Gott er að spyrja: Hvað læri ég um Jehóva sem persónu af þessari frásögu? Hvernig lýsir hún kærleika hans til mín og umhyggju hans fyrir mér? Ef þú gefur þér tíma til að hugleiða spurningar af þessu tagi lærirðu hvernig Jehóva hugsar, hvað honum finnst og til hvers hann ætlast af þér. (Lestu Orðskviðina 2:1-5.) Líkt og Tímóteus ,festirðu trú á‘ það sem þú lærir af Biblíunni og þig langar til að tilbiðja Jehóva. — 2. Tím. 3:14.
Bænir styrkja kærleikann til Jehóva
10, 11. Hvernig styrkjum við löngunina til að þjóna Guði með því að biðja til hans?
10 Bænir eru önnur leið til að vera enn ákveðnari í að þjóna Jehóva af öllu hjarta. Í Sálmi 65:3 segir: „Þú, sem heyrir bænir, til þín leita allir menn.“ Jafnvel meðan Ísraelsmenn voru í sáttmálasambandi við Guð gátu útlendingar, sem komu til musteris hans, nálgast hann í bæn. (1. Kon. 8:41, 42) Guð fer ekki í manngreinarálit. Þeir sem halda boðorð hans hafa fengið loforð fyrir því að hann hlusti á þá. (Orðskv. 15:8) Þið börn og unglingar eruð auðvitað meðtalin þegar talað er um ,alla menn‘.
11 Vinátta byggist á góðum samskiptum eins og þú veist. Sennilega finnst þér gott að geta sagt nánum vini frá hugsunum þínum, áhyggjum og tilfinningum. Með því að bera fram innilegar bænir áttu samskipti við skapara þinn. (Fil. 4:6, 7) Talaðu við Jehóva eins og þú værir að úthella hjarta þínu fyrir ástríku foreldri eða nánum vini. Það eru bein tengsl milli þess hvernig við biðjum og hvað okkur finnst um Jehóva. Við tökum eftir að því nánari sem vináttutengslin við Jehóva eru þeim mun innihaldsríkari verða bænir okkar.
12. (a) Af hverju eru innihaldsríkar bænir meira en bara orð? (b) Hvernig finnurðu fyrir nálægð Jehóva?
12 En hafðu samt hugfast að innihaldsríkar bænir eru meira en bara orð. Þær snerta líka innstu tilfinningar þínar. Tjáðu Jehóva í bænum þínum innilegan kærleika þinn, djúpa virðingu og fullkomið traust. Þegar þú finnur hvernig Jehóva svarar bænum þínum skilurðu betur en áður að hann er „nálægur öllum sem ákalla hann“. (Sálm. 145:18) Jehóva nálgast þig og styrkir varnir þínar gegn Satan og hjálpar þér að taka réttar ákvarðanir í lífinu. — Lestu Jakobsbréfið 4:7, 8.
13. (a) Lýstu hvernig vináttusamband við Guð hjálpaði systur nokkurri. (b) Hvernig hefur vináttusamband við Guð hjálpað þér að standast hópþrýsting?
13 Skoðum hvernig náið samband við Jehóva styrkti Cherie. Hún vann til verðlauna í framhaldsskóla vegna þess að hún var duglegur nemandi og skaraði fram úr í íþróttum. Þegar hún útskrifaðist var henni boðinn námsstyrkur sem hefði gert henni kleift að fara í háskóla. „Þetta var freistandi,“ segir hún, „og þjálfarar og skólafélagar lögðu fast að mér að þiggja styrkinn.“ Cherie gerði sér hins vegar grein fyrir því að ef hún legði fyrir sig æðri menntun þyrfti hún að nota Matt. 6:33.
mestallan tímann til náms og til að búa sig undir íþróttaviðburði. Og þá yrði lítill tími eftir til að þjóna Jehóva. Hvað gerði hún? „Eftir að hafa beðið til Jehóva afþakkaði ég námsstyrkinn og gerðist brautryðjandi,“ segir hún. Hún er búin að vera brautryðjandi í fimm ár. „Ég sé ekki eftir neinu,“ segir hún. „Ég veit að ég tók rétta ákvörðun sem var Jehóva að skapi, og það gleður mig. Ef maður setur ríki Guðs í fyrsta sæti fær maður allt annað að auki.“ —Góð breytni sýnir að þú hefur „hreint hjarta“
14. Af hverju er það mikilvægt í augum Jehóva að breyta vel?
14 Þriðja leiðin til að sýna að þú þjónir Jehóva af fúsu geði er að breyta vel. Jehóva blessar ungt fólk sem heldur sér siðferðilega hreinu. (Lestu Sálm 24:3-5.) Drengurinn Samúel vildi ekki líkja eftir siðlausu hátterni sona Elí æðstaprests. Samúel vakti athygli fyrir góða breytni sína. „Sveinninn Samúel óx og dafnaði og var þekkur bæði Guði og mönnum,“ segir í Biblíunni. — 1. Sam. 2:26.
15. Nefndu nokkrar góðar ástæður fyrir því að breyta vel.
15 Við búum í heimi þar sem margir eru sérgóðir, hrokafullir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, grimmir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð, svo nefnd séu nokkur af þeim einkennum sem Páll taldi upp. (2. Tím. 3:1-5) Það getur verið þrautin þyngri að vera til fyrirmyndar þegar maður er umkringdur fólki sem hegðar sér á þennan hátt. En í hvert sinn sem þú gerir rétt og forðast illt sannarðu að þú stendur með Jehóva í deilumálinu um drottinvaldið yfir alheimi. (Job. 2:3, 4) Þú veist þá líka að þú ert að svara hlýlegri hvatningu Jehóva: „Öðlastu visku, sonur minn, og gleddu hjarta mitt svo að ég geti svarað þeim orði sem smána mig.“ (Orðskv. 27:11) Og þegar þú veist að Jehóva hefur velþóknun á þér styrkir það löngun þína til að þjóna honum.
16. Nefndu dæmi um systur sem gladdi hjarta Jehóva.
16 Systir, sem heitir Carol, fylgdi meginreglum Biblíunnar þegar hún var unglingur í skóla. Það var tekið eftir góðri breytni hennar. Hún mátti þola háð og spott bekkjarsystkina af því að biblíufrædd samviska hennar leyfði henni ekki að taka þátt í trúarlegum hátíðum og þjóðernislegum athöfnum. Þá fékk hún stundum tækifæri til að skýra trúarafstöðu sína. Mörgum árum síðar fékk hún póstkort frá fyrrverandi skólasystur. Á kortinu stóð: „Ég hef alltaf vonast til að fá að hitta þig og þakka þér fyrir. Góð breytni þín og fyrirmynd sem kristinn unglingur, ásamt því hugrekki sem þú sýndir með afstöðu þinni til hátíðisdaga fór ekki fram hjá mér. Þú varst fyrsti votturinn sem ég hitti.“ Fordæmi Carolar hafði haft slík áhrif að skólasystirin fór síðar að kynna sér Biblíuna. Á póstkortinu stóð að hún hefði verið skírður vottur í meira en 40 ár! Börn og unglingar, sem sýna það hugrekki að hvika ekki frá meginreglum Biblíunnar, geta orðið hjartahreinum einstaklingum hvatning
til að kynnast Jehóva, líkt og gerðist hjá Carol.Ungt fólk sem lofar Jehóva
17, 18. (a) Hvað finnst þér um unga fólkið í söfnuðinum? (b) Hvaða framtíð bíður guðhræddra barna og unglinga?
17 Í söfnuði Jehóva um allan heim er að finna þúsundir duglegra barna og unglinga. Það gleður okkur öll að sjá þau tilbiðja Jehóva. Þetta unga fólk glæðir löngunina til að tilbiðja Jehóva með því að lesa daglega í Biblíunni, biðja til hans og breyta í samræmi við vilja hans. Þessi ungmenni eru til fyrirmyndar og eru foreldrum sínum og öllum öðrum þjónum Jehóva til hvatningar. — Orðskv. 23:24, 25.
18 Í náinni framtíð fær fjöldi guðhræddra barna og unglinga að ganga inn í nýjan heim samkvæmt fyrirheiti Guðs. (Opinb. 7:9, 14) Þar bíða þeirra ólýsanlegar blessanir. Þau eiga eftir að fá enn meiri mætur á Jehóva og fá tækifæri til að lofa hann að eilífu. — Sálm. 148:12, 13.
Geturðu svarað?
• Hvernig geta börn og unglingar tekið þátt í sannri tilbeiðslu nú á dögum?
• Af hverju er nauðsynlegt að hugleiða efnið til að hafa fullt gagn af biblíulestri?
• Hvernig geta bænir hjálpað þér að styrkja tengslin við Jehóva?
• Hverju geta kristin börn og unglingar komið til leiðar með því að breyta vel?
[Spurningar]
[Mynd á bls. 5]
Hefurðu tamið þér að lesa daglega í Biblíunni?