Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Já, þetta er námsútgáfan

Já, þetta er námsútgáfan

Já, þetta er námsútgáfan

Við höfum breytt námsútgáfunni þannig að hún höfði enn meira til lesenda og komi betur að gagni við nám í Biblíunni, þar sem dýrmæt sannleiksorð Jehóva er að finna. – Sálm. 1:2; 119:97.

Fyrir fjórum árum fórum við að gefa út Varðturninn í tvennu lagi, annað blaðið fyrir almenning og hitt fyrir okkur, votta Jehóva, og biblíunemendur sem miðar vel í náminu.

Bróðir, sem hefur þjónað Jehóva í mörg ár, sagði um námsútgáfuna: „Stórkostlegt og hrífandi! Þetta fannst mér um námsblað Varðturnsins þegar ég las það í fyrsta sinn. Rætt er um djúp sannindi Biblíunnar með skýrum og hnitmiðuðum hætti og það höfðaði sterklega til mín. Takk kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.“ Annar bróðir skrifaði: „Ég hlakka til að sökkva mér niður í námútgáfuna með Biblíuna við höndina.“ Þú ert örugglega sama sinnis.

Eins og við vitum hefur Varðturninn komið út síðan 1879. Það hefði aldrei verið hægt nema vegna blessunar Jehóva og anda hans. (Sak. 4:6) Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á forsíðu blaðsins á þessum 133 árum. Árið 2012 verður mynd af fallegu málverki framan á hverju blaði sem sýnir fólk í boðunarstarfinu. Myndirnar eiga að minna okkur á það verkefni, sem Jehóva hefur falið okkur, að vitna rækilega um Guðsríki. (Post. 28:23) Á blaðsíðu tvö sjáum við svo fyrirmynd málverksins með stuttri lýsingu á því sem gerist á myndinni og hvar hún er tekin. Á þessu ári mun þetta minna okkur öll á að þjónar Jehóva boða fagnaðarerindið „um alla heimsbyggðina“. – Matt. 24:14.

Fleiri breytingar hafa verið gerðar á blaðinu. Upprifjunarspurningarnar verða héðan í frá fremst í hverri námsgrein. Það dregur fram aðalatriðin sem þú ættir að hafa í huga þegar þú lest og ígrundar námsefnið. Bræðurnir, sem stjórna varðturnsnáminu, halda auðvitað áfram að nota spurningarnar til upprifjunar í lok námsins. Annað sem þú tekur eftir er að spássíurnar eru orðnar aðeins breiðari og blaðsíðu- og greinanúmerin meira áberandi en áður.

Eins og skýrt er frá í þessu tölublaði bætist við ný greinaröð þar sem bent er á mikilvægar framfarir í nútímasögu Votta Jehóva og nefnist hún „Úr sögusafninu“. Í greinaflokknum „Þau buðu sig fúslega fram“, sem mun birtast í blaðinu öðru hverju, verða líflegar frásögur af bræðrum og systrum. Þar verður sagt frá ánægjulegri reynslu þeirra af því að þjóna þar sem þörf er á fleiri boðberum Guðsríkis.

Við óskum þess að þú eigir margar ánægjulegar námsstundir fram undan þegar þú lest þetta tímarit og hugleiðir Biblíuna.

Útgefendur

[Mynd á bls. 3]

1879

[Mynd á bls. 3]

1895

[Mynd á bls. 3]

1931

[Mynd á bls. 3]

1950

[Mynd á bls. 3]

1974

[Mynd á bls. 3]

2008