Hlýðum Guði og njótum góðs af eiðbundnum loforðum hans
„Þá ,sór [Guð] við sjálfan sig‘ þar sem hann hafði við engan æðri að sverja.“ – HEBR. 6:13.
1. Að hvaða leyti eru orð Jehóva ólík loforðum syndugra manna?
JEHÓVA er hinn „trúfasti Guð“ og er því alltaf sannorður. (Sálm. 31:6) Syndugum mönnum er ekki alltaf treystandi. Hins vegar er „óhugsandi að Guð fari með lygi“. (Hebr. 6:18; lestu 4. Mósebók 23:19.) Það sem hann ákveður að gera í þágu manna nær alltaf fram að ganga. Til dæmis sagði Guð í byrjun hvers sköpunardags hvað hann ætlaði að gera á því tímabili og í lokin segir: „Og það varð svo.“ Við lok sjötta sköpunardagsins er því komist þannig að orði: „Guð leit allt sem hann hafði gert, og sjá, það var harla gott.“ – 1. Mós. 1:6, 7, 30, 31.
2. Hvað er hvíldardagur Guðs og hvernig „helgaði“ Guð hann?
2 Eftir að Jehóva Guð hafði horft yfir sköpunarverk sitt tilkynnti hann að sjöundi dagurinn væri hafinn. Þetta var ekki sólarhringur heldur langt tímabil þegar hann tók sér hvíld frá sköpunarstarfi hér á jörð. (1. Mós. 2:2) Hvíldardegi Guðs er enn ekki lokið. (Hebr. 4:9, 10) Biblían upplýsir ekki nákvæmlega hvenær hann hófst en það var einhvern tíma eftir að Eva, kona Adams, var sköpuð fyrir hér um bil 6.000 árum. Fram undan er þúsund ára stjórn Krists, og þá nær sá vilji Guðs fram að ganga að jörðin verði eilíf paradís byggð fullkomnu fólki. (1. Mós. 1:27, 28; Opinb. 20:6) Er hægt að vera viss um að við eigum okkur slíka framtíð? Já, því að „Guð blessaði sjöunda daginn og helgaði hann“. Þetta var trygging fyrir því að fyrirætlun hans næði fram að ganga í einu og öllu áður en hvíldardagur hans tæki enda, þó svo að óvæntir erfiðleikar gætu komið upp. – 1. Mós. 2:3.
3. (a) Hvaða uppreisn átti sér stað eftir að hvíldardagur Guðs hófst? (b) Hvernig sagðist Guð ætla að binda enda á uppreisnina?
1. Tím. 2:14) Eva fékk síðan mann sinn til að gera uppreisn líka. (1. Mós. 3:1-6) Guð taldi þó enga þörf á að staðfesta með eiði að vilji hans myndi ná fram að ganga, jafnvel á þessari myrku stund í sögu alheims þegar sannsögli hans var dregin í efa. Þess í stað gaf hann loforð sem menn skildu ekki fyrr en síðar. Hann lýsti einfaldlega yfir hvernig endi yrði bundinn á uppreisnina: „Ég set fjandskap milli þín [Satans] og konunnar og milli þinna niðja og hennar niðja. Þeir [niðjarnir sem heitið var] skulu merja höfuð þitt og þú skalt höggva þá í hælinn.“ – 1. Mós. 3:15; Opinb. 12:9.
3 En ógæfan dundi yfir eftir að hvíldardagur Guðs hófst. Satan, sem var einn af englum Guðs, gerði sig að keppinauti hans. Hann bar fram fyrstu lygina og blekkti Evu með þeim afleiðingum að hún óhlýðnaðist Jehóva. (EIÐUR SEM LAGALEG STAÐFESTING
4, 5. Hvaða aðferð notaði Abraham stundum til að fá eða veita lagalega staðfestingu?
4 Ólíklegt er að þetta snemma í sögu mannkyns hafi verið talin þörf á að staðfesta sannleiksgildi einhvers með eiði. Vera má að orðaforði Adams og Evu hafi ekki einu sinni náð yfir það. Fullkomnar verur, sem elska Guð og líkja eftir honum, þurfa ekki að sverja eið. Þær segja alltaf satt og treysta hver annarri fullkomlega. En þetta breyttist með synd og ófullkomleika mannsins. Þegar lygar og blekkingar voru orðnar daglegt brauð meðal manna reyndist nauðsynlegt fyrir þá að sverja eið til að staðfesta sannleiksgildi orða sinna í mikilvægum málum.
5 Staðfesting með lögformlegum eiði var úrræði sem ættfaðirinn Abraham nýtti sér að minnsta kosti þrisvar. (1. Mós. 21:22-24; 24:2-4, 9) Hann gerði það til dæmis eftir að hann hafði sigrað konunginn í Elam og bandamenn hans. Konungarnir í Salem og Sódómu gengu til móts við hann. Melkísedek, konungur í Salem, var einnig „prestur Hins hæsta Guðs“. Sem slíkur blessaði hann Abraham og lofaði Guð fyrir að veita honum sigur yfir óvinum hans. (1. Mós. 14:17-20) Þegar konungurinn í Sódómu vildi launa Abraham fyrir að bjarga fólki sínu úr klóm innrásarhersins sagði Abraham: „Ég sver þess eið við Drottin, Hinn hæsta Guð, skapara himins og jarðar, að ég tek hvorki þráð né skóþveng af öllu sem þú átt svo að þú skulir ekki segja: Ég hef gert Abram ríkan.“ – 1. Mós. 14:21-23.
JEHÓVA GAF ABRAHAM EIÐBUNDIÐ LOFORÐ
6. (a) Að hvaða leyti er Abraham okkur góð fyrirmynd? (b) Hvernig njótum við góðs af hlýðni Abrahams?
6 Jehóva Guð hefur líka svarið eiða til að fullvissa synduga menn um að þeir megi treysta loforðum hans, og notað orðalag eins og: „Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð.“ (Esek. 17:16) Í Biblíunni segir frá meira en 40 dæmum þess að Jehóva hafi svarið eið. Þekktasta dæmið er líklega eiður sem hann sór Abraham. Á löngu árabili hafði Jehóva gert nokkra sáttmála við Abraham sem fólu í sér loforð. Þeir báru með sér að niðjarnir, sem heitið var, skyldu koma af honum og Ísak, syni hans. (1. Mós. 12:1-3, 7; 13:14-17; 15:5, 18; 21:12) Síðar lagði Jehóva erfitt próf fyrir Abraham. Hann sagði honum að fórna syninum sem hann elskaði svo heitt. Abraham hlýddi án tafar og var í þann mund að fórna Ísak þegar engill Guðs stöðvaði hann. Þá sór Guð þennan eið: „Ég sver við sjálfan mig . . . Af því að þú gerðir þetta og synjaðir mér ekki um einkason þinn mun ég ríkulega blessa þig og margfalda kyn þitt mikillega eins og stjörnur á himni, eins og sand á sjávarströnd. Og niðjar þínir skulu ná borgarhliðum óvina sinna. Allar þjóðir heims munu blessun hljóta af niðjum þínum vegna þess að þú hlýðnaðist raust minni.“ – 1. Mós. 22:1-3, 9-12, 15-18.
7, 8. (a) Af hverju sór Guð Abraham eið? (b) Hvernig njóta ,aðrir sauðir‘ Jesú góðs af eiðbundnu loforði Guðs?
7 Hvers vegna sór Guð Abraham að láta loforð sín rætast? Það var til að hvetja tilvonandi samerfingja Krists og styrkja trú þeirra en þeir teljast einnig til hinna fyrirheitnu niðja. (Lestu Hebreabréfið 6:13-18; Gal. 3:29) Eins og Páll bendir á „ábyrgðist [Jehóva] heit sitt með eiði. Það er óhugsandi að Guð fari með lygi og því er þetta tvennt sem er óraskanlegt [loforð hans og eiður] mikil uppörvun fyrir okkur sem höfum leitað athvarfs í þeirri sælu von sem við eigum.“
8 Hinir andasmurðu eru ekki einir um að njóta góðs af eiðinum sem Guð sór Abraham. Eiðurinn fól í sér að „allar þjóðir heims“ myndu hljóta blessun af „niðjum“ Abrahams. (1. Mós. 22:18) Í þeim hópi eru hlýðnir ,aðrir sauðir‘ Krists sem eiga von um eilíft líf í paradís á jörð. (Jóh. 10:16) Hvort sem við eigum þá von að lifa á himnum eða jörð skulum við leggja okkur fram um að höndla hana með því að vera hlýðin Guði í öllu sem við gerum. – Lestu Hebreabréfið 6:11, 12.
EIÐAR SEM TENGJAST LOFORÐI GUÐS VIÐ ABRAHAM
9. Hvaða eið vann Guð meðan afkomendur Abrahams voru þrælar í Egyptalandi?
9 Öldum síðar vann Jehóva annan eið sem tengdist loforði hans við Abraham. Það var þegar hann sendi Móse til að tala við afkomendur Abrahams en þeir voru þrælar í Egyptalandi á þeim tíma. (2. Mós. 6:6-8) Jehóva sagði síðar að hann hefði svarið eið í þessu samhengi: „Daginn, sem ég valdi Ísrael . . . hóf ég upp hönd mína og sór þeim að leiða þá út úr Egyptalandi til lands sem ég hafði valið þeim, lands sem flýtur í mjólk og hunangi.“ – Esek. 20:5, 6.
10. Hvaða loforð gaf Guð Ísraelsmönnum eftir að hann frelsaði þá frá Egyptalandi?
10 Eftir að hafa frelsað Ísraelsmenn frá Egyptalandi gaf hann þeim annað eiðbundið loforð: „Ef þið nú hlýðið á mig af athygli og haldið sáttmála minn skuluð þið verða sérstök eign mín, umfram aðrar þjóðir, því að öll jörðin er mín. Þið skuluð verða mér konungsríki presta og heilög þjóð.“ (2. Mós. 19:5, 6) Jehóva sýndi Ísraelsmönnum mikinn heiður með því að bjóða þeim þessa stöðu. Ef þjóðin hlýddi honum myndi hann gefa sumum þeirra tækifæri til að verða „konungsríki presta“ til blessunar öllu mannkyni. Síðar lýsti hann því sem hann gerði fyrir Ísrael á þeim tíma og sagði: „Ég vann þér eið og gerði við þig sáttmála.“ – Esek. 16:8.
11. Hvernig brugðust Ísraelsmenn við þegar Guð bauð þeim að vera útvalin sáttmálaþjóð sín?
11 Jehóva skyldaði ekki Ísraelsmenn til að vinna þess eið að hlýða honum og hann neyddi þá ekki til að þiggja þetta sérstaka boð. Þeir sögðu af fúsum og frjálsum vilja: „Við skulum gera allt sem Drottinn hefur boðið.“ (2. Mós. 19:8) Þrem dögum síðar lét Jehóva þá vita hvaða kröfur hann myndi gera til útvalinnar þjóðar sinnar. Fyrst lét hann Móse flytja þeim boðorðin tíu og síðan ýmis önnur boð sem greint er frá í 2. Mósebók 20:22 til 2. Mósebókar 23:33. Hvernig brugðust Ísraelsmenn við? „Allt fólkið svaraði einum rómi og sagði: ,Við skulum gera allt sem Drottinn hefur boðið.‘“ (2. Mós. 24:3) Síðan skrásetti Móse þessi lög í „sáttmálsbókina“ og las þau upp til að öll þjóðin heyrði þau aftur. Í þriðja sinn vann þjóðin heit og sagði: „Við skulum gera allt sem Drottinn hefur boðið og hlýða honum.“ – 2. Mós. 24:4, 7, 8.
12. Hvað gerði Jehóva til að uppfylla sáttmálann við Ísraelsmenn en hvernig fóru þeir að ráði sínu?
12 Jehóva hófst þegar handa við að uppfylla lagasáttmálann að sínu leyti. Hann lét gera tjaldbúð og skipaði presta til að gera syndugum mönnum kleift að eiga samband við sig. En Ísraelsmenn voru fljótir að gleyma að þeir voru vígðir Guði og „vanvirtu Hinn heilaga í Ísrael“. (Sálm. 78:41) Sem dæmi má nefna að á meðan Móse var uppi á Sínaífjalli að taka við fleiri fyrirmælum frá Guði urðu Ísraelsmenn óþolinmóðir og ímynduðu sér að Móse hefði yfirgefið þá. Þeir veiktust í trúnni á Guð, gerðu sér kálfslíkneski úr gulli og sögðu: „Þetta er guð þinn, Ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi.“ (2. Mós. 32:1, 4) Síðan héldu þeir hátíð sem þeir kölluðu hátíð Jehóva og féllu fram og tilbáðu líkneskið sem þeir höfðu gert. Þegar Jehóva sá það sagði hann við Móse: „Skjótt hafa þeir vikið af þeim vegi sem ég bauð þeim.“ (2. Mós. 32:5, 6, 8) Því miður lögðu Ísraelsmenn í vana sinn að vinna Guði heit en halda þau ekki. – 4. Mós. 30:2.
TVÖ EIÐBUNDIN LOFORÐ Í VIÐBÓT
13. Hvaða eiðbundna loforð gaf Guð Davíð konungi og hvernig tengist það mikilvægasta niðjanum sem heitið var?
13 Í stjórnartíð Davíðs konungs gaf Jehóva tvö eiðbundin loforð til viðbótar Sálm. 89:36, 37; 132:11, 12) Það þýddi að mikilvægasti niðjinn, sem fyrirheitið hljóðaði um, yrði kallaður ,sonur Davíðs‘. (Matt. 1:1; 21:9) Auðmjúkur í bragði kallaði Davíð þennan ókomna afkomanda sinn „drottin“ vegna þess að Kristur yrði honum æðri. – Matt. 22:42-44.
í þágu allra sem hlýða honum. Fyrst sór hann Davíð að hásæti hans skyldi standa að eilífu. (14. Hvaða eið vann Jehóva í sambandi við hinn fyrirheitna niðja og hvernig er hann okkur til góðs?
14 Síðar innblés Jehóva Davíð að spá því að þessi einstæði konungur yrði líka æðstiprestur mannkyns. Í Ísrael voru prestdómur og konungdómur aðskildir með öllu. Prestar voru af ætt Leví en konungar af ætt Júda. En Davíð spáði um tilvonandi erfingja sinn: „Svo segir Drottinn við herra minn: ,Set þig mér til hægri handar, þá mun ég leggja óvini þína sem skör fóta þinna.‘ Drottinn hefur svarið og hann iðrar þess eigi: ,Þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks.‘“ (Sálm. 110:1, 4) Eins og Davíð spáði ríkir Jesús Kristur, hinn fyrirheitni niðji, sem konungur á himnum. Hann er líka æðstiprestur mannkyns og hjálpar iðrandi fólki að eignast gott samband við Guð. – Lestu Hebreabréfið 7:21, 25, 26.
HINN NÝI ÍSRAEL GUÐS
15, 16. (a) Um hvaða tvær Ísraelsþjóðir er talað í Biblíunni og hvor þeirra nýtur blessunar Guðs núna? (b) Hvað sagði Jesús fylgjendum sínum um það að sverja eið?
15 Þar sem Ísraelsmenn höfnuðu Jesú Kristi hafnaði Jehóva þeim um síðir. Þar með glötuðu þeir tækifærinu til að verða „konungsríki presta“. Jesús sagði við leiðtoga Gyðinga: „Guðs ríki verður tekið frá ykkur og gefið þeirri þjóð sem ber ávexti þess.“ (Matt. 21:43) Þessi nýja þjóð varð til á hvítasunnu árið 33 þegar anda Guðs var úthellt yfir um það bil 120 lærisveina Jesú sem voru saman komnir í Jerúsalem. Nýja þjóðin var síðar kölluð „Ísrael Guðs“ og taldist fljótlega í þúsundum. Þetta var fólk af öllum þjóðum þess heims sem þá var þekktur. – Gal. 6:16.
16 Ólíkt hinni bókstaflegu Ísraelsþjóð hefur nýja andlega þjóðin haldið áfram að bera góðan ávöxt með því að hlýða Guði. Eitt þeirra boða, sem hún fylgir, varðar það að sverja eið. Þegar Jesús var á jörð var algengt að fólk sværi rangan eið eða ynni eið í ómerkilegum málum. (Matt. 23:16-22) Jesús sagði við fylgjendur sína. „Þér eigið alls ekki að sverja . . . En þegar þér talið sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er kemur frá hinum vonda.“ – Matt. 5:34, 37.
Jehóva stendur alltaf við loforð sín.
17. Um hvaða spurningar er rætt í næstu námsgrein?
17 Merkir þetta að það sé rangt í öllum tilfellum að sverja eið? Og hvað þýðir það að láta já sitt þýða já? Rætt er um þessar spurningar í næstu námsgrein. Við skulum halda áfram að hugleiða orð Guðs og láta það hvetja okkur til að hlýða honum. Þá blessar hann okkur um alla eilífð í samræmi við eiðbundin loforð sín.