Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Hvenær dags hinn 14. nísan átti að slátra páskalambinu?

Í sumum biblíuþýðingum segir að það hafi átt að slátra því „milli kvöldanna tveggja“, það er að segja í ljósaskiptunum eða kvöldrökkrinu – eftir að sól var sest en fyrir myrkur. (2. Mós. 2:6) – 15. desember, bls. 18-19.

Hvaða meginreglur Biblíunnar geta ungmenni notað til að taka skynsamlegar ákvarðanir?

Þrjár þeirra eru: (1) Leitaðu fyrst ríkis Guðs og réttlætis. (Matt. 6:19-34) (2) Það veitir okkur ánægju og gleði að þjóna öðrum. (Post. 20:35) (3) Njóttu þess að þjóna Jehóva í æsku. (Préd. 12:1.) – 15. janúar, bls. 19-20.

Hvenær fer ,brúðkaup lambsins‘ fram? (Opinb. 19:7)

,Brúðkaup lambsins‘ fer fram eftir að konungurinn Jesús Kristur vinnur fullnaðarsigur, það er að segja eftir að Babýlon hinni miklu hefur verið eytt og Harmagedónstríðið háð. – 15. febrúar, bls. 10.

Hvers vegna voru Gyðingar á dögum Jesú „fullir eftirvæntingar“ eftir að Messíasi kæmi? (Lúk. 3:15)

Við getum ekki staðfest að samtíðarmenn Jesú hafi skilið spádóm Daníels um Messías eins og við. (Dan. 9:24-27) Hins vegar má vera að þeir hafi heyrt um það sem engillinn tilkynnti fjárhirðunum eða það sem Anna spákona sagði þegar hún sá barnið Jesú í musterinu. Einnig komu stjörnuspekingar sem voru að leita að ,konungi Gyðinga‘. (Matt. 2:1, 2) Síðar gaf Jóhannes skírari í skyn að Kristur myndi birtast bráðlega. – 15. febrúar, bls. 26-27.

Hvernig getum við forðast að segja já en meina nei? (2. Kor. 1:18)

Stundum geta óviðráðanlegar aðstæður orðið til þess að við getum ekki staðið við orð okkar. En ef við lofum einhverju eða skuldbindum okkur ættum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við það. – 15. mars, bls. 32.

Hvað getur gerst hjá þjóni Guðs án þess að hann ætli sér það ef hann fer til annars lands til að afla tekna en skilur fjölskylduna eftir heima?

Það kemur niður á börnunum tilfinningalega og siðferðilega ef foreldrarnir ákveða að búa ekki saman. Þau geta orðið gröm við foreldri sitt eða foreldra. Þeir sem búa fjarri maka sínum geta orðið fyrir kynferðislegum freistingum. – 15. apríl, bls. 19-20.

Hvaða fjórar spurningar ættum við að hafa í huga þegar við tölum við fólk í boðunarstarfinu?

Hverja er ég að tala við? Hvar er ég að tala við þá? Hvenær er best að ná tali af þeim? Hvernig ætti ég að nálgast þá? – 15. maí, bls. 12-15.