Það sem Jesús kenndi um Guð
Það sem Jesús kenndi um Guð
„Enginn veit hver sonurinn er nema faðirinn né hver faðirinn er nema sonurinn og sá sem sonurinn vill opinbera hann.“ — LÚKAS 10:22.
ÁÐUR en frumgetinn sonur Guðs kom til jarðar hafði hann átt náinn félagsskap við föður sinn frá ómunatíð. (Kólossubréfið 1:15) Hann kynntist hugsunarhætti, viðhorfum og starfsaðferðum föður síns. Þegar hann kom síðar til jarðar sem maðurinn Jesús var honum mikið í mun að kenna öðrum sannleikann um föður sinn. Við getum aflað okkur mikilla upplýsinga um Guð með því að lesa um það sem sonurinn sagði.
Nafn Guðs. Nafnið Jehóva var ákaflega mikilvægt í augum Jesú. Sonurinn vildi að aðrir þekktu nafn föður hans og notuðu það. Nafnið Jesús merkir „Jehóva er hjálpræði“. Nóttina áður en hann dó gat hann sagt í bæn til Jehóva: „Ég hef kunngjört þeim nafn þitt.“ (Jóhannes 17:26) Það kemur ekki á óvart að Jesús skyldi nota nafn Guðs og kynna það fyrir öðrum. Hvernig áttu áheyrendur hans að skilja sannleikann um Jehóva án þess að þekkja nafn hans og það sem það táknar? *
Kærleikur Guðs. Jesús sagði einhverju sinni í bæn til Guðs: „Faðir . . . þú elskaðir mig fyrir grundvöllun heims.“ (Jóhannes 17:24) Jesús hafði sjálfur kynnst kærleika Guðs á himnum og reyndi, meðan hann var á jörð, að opinbera þann kærleika í öllum sínum fögru myndum.
Jesús sýndi fram á að kærleikur Jehóva væri víðtækur. „Svo elskaði Guð heiminn,“ sagði hann, „að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ (Jóhannes 3:16) Gríska orðið, sem er þýtt „heimur“, er í þessu samhengi ekki notað um jörðina heldur mennina — reyndar allt mannkyn. Svo mikill er kærleikur Guðs til mannanna að hann gaf soninn, sem honum þótti vænst um, til að hægt væri að frelsa trúaða menn úr klóm syndar og dauða og veita þeim von um eilíft líf. Við erum algerlega ófær um að skilja til fulls víddina og dýptina í kærleika Guðs. — Rómverjabréfið 8:38, 39.
Jesús staðfesti að Jehóva þykir ákaflega vænt um hvern og einn af dýrkendum sínum. Það er ákaflega traustvekjandi. Jesús líkti Jehóva við fjárhirði sem þekkir hvern einasta sauð sem hann á og lætur sér annt um þá. (Matteus 18:12-14) Hann sagði að það félli ekki einn einasti spörfugl til jarðar án þess að Jehóva vissi af því. Hann bætti svo við: „Á yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin.“ (Matteus 10:29-31) Fyrst Jehóva tekur eftir því að einn spörfugl er horfinn úr ákveðnu hreiðri hlýtur honum að vera enn annara um hverja einustu manneskju sem tilbiður hann. Fyrst Jehóva getur talið hárin á höfði okkar er varla nokkuð í lífi okkar — þarfir okkar, basl eða áhyggjur — sem hann veit ekki um.
Himneskur faðir. Eins og fram kom í greininni á undan er Jesús einkasonur Guðs. Það kemur ekki á óvart að hann skyldi oftast ávarpa Jehóva sem föður sinn og tala um Lúkas 2:49) Orðið „faðir“ er notað næstum 190 sinnum um Jehóva í guðspjöllunum. Jesús talaði ýmist um Jehóva sem „föður yðar“, ,föður vorn‘ eða ,föður sinn‘. (Matteus 5:16; 6:9; 7:21) Þessi ríkulega notkun gefur til kynna að það sé á færi syndugra og ófullkominna manna að eiga hlýlegt og innilegt samband við Jehóva.
hann sem slíkan. Í fyrsta sinn, sem eitthvað er haft eftir Jesú, kallar hann Jehóva föður sinn. Hann var þá aðeins 12 ára og var staddur í musterinu. (Miskunnsamur og fús til að fyrirgefa. Jesús vissi að ófullkomnir menn hafa þörf fyrir ríkulega miskunn Jehóva. Í dæmisögunni um týnda soninn líkti Jesús Jehóva við brjóstgóðan föður sem tekur iðrandi syni opnum örmum og fyrirgefur honum. (Lúkas 15:11-32) Jesús veitir okkur vissu fyrir því að Jehóva horfi eftir því hvort syndugir menn breyti um hugarfar og hann fái þá tilefni til að sýna miskunn. Jehóva er meira en fús til að fyrirgefa iðrandi syndara. Jesús sagði: „Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem tekur sinnaskiptum, en yfir níutíu og níu réttlátum sem þurfa þess ekki við.“ (Lúkas 15:7) Hljóta ekki allir að laðast að svona miskunnsömum Guði?
Hann heyrir bænir. Áður en Jesús kom til jarðar fylgdist hann með hvernig Jehóva hlustaði á bænir trúfastra dýrkenda sinna og hafði yndi af því. (Sálmur 65:3) Meðan hann þjónaði á jörð kenndi hann áheyrendum sínum að biðja og benti á hvað ætti að biðja um. Hann ráðlagði þeim að fara ekki með „fánýta mælgi“ í bænum sínum. Hann hvatti þá til að biðja þess að vilji Guðs næði fram að ganga „svo á jörðu sem á himni“. Við getum líka beðið Guð að veita okkur daglegt viðurværi, fyrirgefa syndir okkar og hjálpa okkur að standast freistingar. (Matteus 6:5-13) Jesús kenndi að Jehóva bregðist föðurlega við bænum þjóna sinna og verði við einlægum bænum sem eru bornar fram í trú. — Matteus 7:7-11.
Jesús kenndi vissulega sannleikann um Jehóva og lýsti hvers konar Guð hann væri. En Jesú var líka mikið í mun að koma á framfæri öðrum upplýsingum um Jehóva — hvernig hann ætli að umbylta ástandinu á jörðinni til að fyrirætlun hans með jörðina og mannkynið nái fram að ganga. Þetta var reyndar kjarninn í boðskap Jesú.
[Neðanmáls]
^ gr. 4 Nafnið Jehóva stendur um 7.000 sinnum í frumtexta Biblíunnar. Merking þess endurspeglast í orðunum: „Ég verð sá sem ég verð.“ (2. Mósebók 3:14, New World Translation of the Holy Scriptures) Guð getur orðið hvað sem hann telur nauðsynlegt til að hrinda vilja sínum í framkvæmd. Nafnið er þar af leiðandi trygging fyrir því að Guð verði alltaf trúr sjálfum sér og að hann standi við allt sem hann lofar.