Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Hvernig varð djöfullinn til?

Guð skapaði ekki djöfulinn. Hins vegar skapaði Guð engil sem síðar varð djöfullinn, einnig þekktur sem Satan. Í Biblíunni er sagt að áður hafi breytni hans verið flekklaus. Í upphafi var því djöfullinn réttlátur andasonur Guðs. – Lestu Esekíel 28:14, 15.

Hvernig gat engill orðið djöfull?

Engillinn sem varð djöfullinn valdi að gera uppreisn gegn Guði og fékk fyrstu hjónin til liðs við sig. Hann gerði sig þannig að Satan sem þýðir „andstæðingur“. – Lestu 1. Mósebók 3:1-5; Opinberunarbókina 12:9.

Líkt og allar skynsemigæddar sköpunarverur Guðs gat engillinn sem síðar varð djöfullinn valið að gera rétt eða rangt. En hann ól með sér löngun í að vera tilbeðinn. Þessi löngun hans í upphefð var sterkari en löngun hans til að þóknast Guði. – Lestu Matteus 4:8, 9; Jakobsbréfið 1:13, 14.

Hvernig heldur djöfullinn áfram að hafa áhrif á fólk? Ættirðu að óttast hann? Í Biblíunni er að finna svörin við þessum spurningum.