Leggðu biblíubækurnar á minnið (3. hluti)
Sækja:
1. Matteus – Jesús kom til jarðar að kenna’ okkur.
Markús – Kraftaverk sýnu’ að Jesús er sonur Guðs.
Lúkas – Frásögur Jesú kenna okkur margt.
Jóhannes – Eins og Lasarus geta dánir lifnað við.
Postulasagan – Hvernig boðun um ríkið nær um allan heim.
Rómverjabréfið – Útskýrir hvernig fólk nýtur miskunnar Guðs.
Fyrra Korintubréf – Kennir okkur hvernig sannur kærleikur er.
Síðara Korintubréf – Guð elskar okkur ef við fyrirgefum fús.
Galatabréfið – Gerðu öðrum gott og ekki gefast upp.
Efesusbréfið – Kennir okkur að eiga gott fjölskyldulíf.
Filippíbréfið – Horfðu’ á það sem er satt og gott og rétt.
Kólossubréfið – Við verðum glöð að hlýða, það er ljóst.
Fyrra Þessaloníkubréf – Við getum beðið til Guðs hvenær sem er.
Síðara Þessaloníkubréf – Jehóva hjálpar vinum sínum sama hvað.
Fyrra Tímóteusarbréf – Frá því hann var lítill hann þekkti orð Guðs vel.
Síðara Tímóteusarbréf – Hann styrkti söfnuðinn af miklu hugrekki.
Títusarbréfið – Öldungar þurfa’ að finna’ okkar þakklæti.
Fílemonsbréfið – Fyrrum þræll hans kristinn vinur varð.
Hebreabréfið – Allar samkomur við þurfum að mæta á.
Jakobsbréfið – Allar góðar og fullkomnar gjafir eru Guði frá.
Fyrra Pétursbréf – Jesús er fyrirmynd og við gerum eins og hann.
Síðara Pétursbréf – Jehóva vill að fólkið hans sé hreint.
Fyrsta Jóhannesarbréf – Með hlýðni sýnum við kærleik okkar til Guðs.
Annað Jóhannesarbréf – Höldum áfram trúföst sannleikanum í.
Þriðja Jóhannesarbréf – Haltu’ áfram að sýna kristna gestrisni.
Júdasarbréfið – Satan má ekki vinna, gerum alltaf rétt.
Opinberunarbókin – Segir hvernig paradís verður á jörð.
(VIÐLAG)
Biblían er allra bóka best.
Þú manst hún er orð Jehóva, það sést.
Á hverjum degi lestu og lærðu’ að hlýða vel.
Biblían er allra bóka best.