SÖNGUR 159
Lofgjörðarlag
1. Hver er sem þú, Guð hinn hæsti?
Himnunum hærri þú ert.
Umlukinn fegurð og mætti,
mörg dásemdarverk hefur gert.
Veldi þitt réttlátt og mikið,
kraftur þinn eilífur er.
Hver er þá ég, hverfult rykið,
að þú skulir miskunna mér?
(VIÐLAG)
Þú Jehóva, hinn eini sanni Guð,
stillir strengi sköpunar.
Hneig eyra þitt, konungur eilífðar,
því ég syng með gleðibrag
handa þér lofgjörðarlag.
2. Hjarta mitt fel þér í hendur,
boða af lífi og sál.
Nú þegar við þig er kenndur
allt veraldarvafstur er tál.
Æ, hvernig fæ ég þér þakkað
einstaka góðvild og náð?
Lifandi orð ég hef smakkað,
legg traust á þín albestu ráð.
(VIÐLAG)
Þú Jehóva, hinn eini sanni Guð,
stillir strengi sköpunar.
Hneig eyra þitt, konungur eilífðar,
því ég syng með gleðibrag
handa þér lofgjörðarlag.
3. Regnskúr um haga og hæðir,
syngjandi fegurð má sjá.
Litadýrð dalina klæðir,
þín handaverk segja þér frá.
Hvað er þá mér mikils virði?
Ást þína ljóslega sé.
Lofa þig hlýt, góði hirðir,
að eilífu vil fylgja þér.
(VIÐLAG)
Þú Jehóva, hinn eini sanni Guð,
stillir strengi sköpunar.
Hneig eyra þitt, konungur eilífðar,
því ég syng með gleðibrag
handa þér lofgjörðarlag.
(Sjá einnig Sálm 96:1–10; 148:3, 7.)