UNGT FÓLK SPYR
Er ég gagntekin af útlitinu?
Próf: Er ég gagntekin af útlitinu?
Hvaða staðhæfing á best við þig?
Ég er aldrei ánægð með útlitið.
Ég er stundum ánægð með útlitið.
Ég er alltaf ánægð með útlitið.
Hverju vildirðu helst breyta í útliti þínu?
Hæðinni
Þyngdinni
Línunum
Hárinu
Húðinni
Vöðvabyggingunni
Öðru
Ljúktu við setninguna.
Ég er óánægðust með sjálfa mig ...
þegar ég stíg á vigtina.
þegar ég lít í spegil.
þegar ég ber mig saman við aðra (vini, fyrirsætur, kvikmyndastjörnur).
Ljúktu við setninguna.
Ég vigta mig ...
á hverjum degi.
einu sinni í viku.
sjaldnar en einu sinni í viku.
Hvaða lýsing á best við þig?
Slæm líkamsmynd. (Dæmi: „Í hvert sinn sem ég lít í spegil finnst mér ég sjá spikfeita og forljóta manneskju. Ég hef meira að segja prófað að svelta mig til að léttast.“ – Serena.)
Heilbrigð líkamsmynd. (Dæmi: „Við verðum aldrei ánægð með allt í útliti okkar og sumt verðum við bara að sætta okkur við. Það er kjánalegt að hafa áhyggjur af því sem við getum ekki breytt.“ – Natanya.)
Biblían varar okkur við því að hugsa hærra um okkur „en hugsa ber“. (Rómverjabréfið 12:3) Það er því alveg við hæfi að hugsa um sjálfa sig í réttu hófi og það er líka nauðsynlegt. Til dæmis burstum við tennurnar og hugsum um hreinlæti okkar.
En hvað geturðu gert ef þú ert oft niðurdregin út af útlitinu og jafnvel gagntekin af því? Þá er gott að þú spyrjir þig ...
Hvers vegna hef ég slæma sjálfsmynd?
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Til dæmis:
Áhrif fjölmiðla. „Við unga fólkið erum kaffærð í myndum sem telja okkur trú um að við þurfum að vera tággrönn og líta glæsilega út öllum stundum. Þar af leiðandi líður okkur ömurlega ef við erum ekki alveg fullkomin.“ – Kellie.
Áhrif foreldra. „Ég hef tekið eftir að ef móðirin er gagntekin af eigin líkamsmynd verður viðhorf dótturinnar oft svipað. Það sama á eflaust við um feðga.“ – Rita.
Lágt sjálfsmat. „Fólk sem er gagntekið af útliti sínu þarf stöðugt að fá viðurkenningu frá öðrum fyrir útlitið. Það er þreytandi að umgangast svoleiðis fólk.“ – Jeanne.
Hver sem ástæðan er geturðu spurt þig ...
Ætti ég að breyta útlitinu?
Hugleiddu hvað sumir jafnaldrar þínir segja.
„Það er ekki hægt að breyta öllu sem manni líkar ekki við hjá sjálfum sér. Þess vegna er best að sætta sig við gallana. Ef maður gerir það eru minni líkur á að aðrir taki eftir þeim.“ – Rori.
„Lifðu heilbrigðu lífi. Ef þú ert hraust ertu eins og þú átt að vera. Og sá sem metur þig ekki fyrir það sem þú ert (hvernig sem þú lítur út) er ekki vinur þinn.“ – Olivia.
Kjarni málsins: Gerðu það sem þú getur til að líta sem best út en hafðu ekki óþarfa áhyggjur. Það getur verið hættulegt að vera of upptekinn af því hvernig maður lítur út. (Sjá „ Saga Júlíu“.)
Hins vegar getur öfgalaust viðhorf hjálpað þér að sjá sjálfa þig í réttu ljósi. Kona að nafni Erin komst að því: „Ég viðurkenni að ég er stundum óörugg með mig,“ segir hún, „en ég tek eftir að mér líður illa bara þegar ég byrja að einblína á ranga hluti. Núna hreyfi ég mig bara reglulega og borða hollan mat. Annað kemur svo af sjálfu sér.“
Langbesta fegrunaraðgerðin
Með heilbrigða líkamsmynd líður þér vel og þú berð það líklega með þér. Biblían gefur góð ráð og hvetur okkur til að:
Vera ánægð. „Það er betra að njóta þess sem við eigum en að langa í það sem við eigum ekki. Það er ekki meira vit í því en að elta vindinn.“ – Prédikarinn 6:9, Contemporary English Version.
Sjá líkamsrækt í réttu ljósi. „Líkamleg æfing er nytsamleg í sumu.“ – 1. Tímóteusarbréf 4:8.
Rækta innri fegurð. „Maðurinn sér hið ytra en Drottinn horfir á hjartað.“ – 1. Samúelsbók 16:7.
„Það má lesa úr andliti okkar hvernig okkur líður hið innra. Það sést á fólki ef það er sátt og ánægt og það gerir það aðlaðandi.“ – Sarah.
„Fegurð dregur fljótt að sér athygli en fólk man best eftir því sem þú ert hið innra og góðum eiginleikum í fari þínu.“ – Phylicia.
Sjá einnig Orðskviðina 11:22; Kólossubréfið 3:10, 12; 1. Pétursbréf 3:3, 4.
a Málin, sem hér eru rædd, eiga að sjálfsögðu við um bæði kynin.