Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Er í alvöru svo slæmt að blóta?

Er í alvöru svo slæmt að blóta?

„Ég er svo vanur að heyra blótsyrði að það truflar mig ekki lengur. Það virðist eðlilegt.“ – Christopher, 17.

„Þegar ég var yngri blótaði ég mikið. Það er auðvelt að venjast því en erfitt að venja sig af því.“ – Rebecca, 19.

 Próf

  •   Hvaða áhrif hefur það á þig að heyra aðra blóta?

    •  Ég tek ekki eftir því – það hljómar eðlilega.

    •  Það truflar mig smá en ég sætti mig bara við það.

    •  Mér finnst það óþægilegt og ég get ekki vanist því.

  •   Hversu oft blótar þú?

    •  Aldrei

    •  Stundum

    •  Oft

  •   Finnst þér skipta máli hvort maður noti ljótt orðbragð eða ekki?

    •  

    •  Nei

 Hvers vegna skiptir það máli?

 Finnst þér alvarlegt að blóta? „Eiginlega ekki,“ svararðu kannski. „Það eru alvarlegri vandamál í heiminum til að hafa áhyggjur af. Og ég meina: Allir blóta.“ Er það satt?

 Það kemur þér kannski á óvart en margir forðast að nota ljótt orðbragð. Þeir hafa í huga eitthvað sem aðrir pæla kannski ekki í. Til dæmis:

  •  Blótsyrði snúast ekki bara um orðin. Það sem þú segir lætur í ljós hvaða mann þú hefur að geyma. Ef þú notar ljótt orðbragð getur það því gefið til kynna að þú takir ekki tillit til tilfinninga annarra. Ertu þannig í raun og veru?

     Biblían segir: „Það sem kemur út af munninum kemur frá hjartanu.“ – Matteus 15:18.

    Blótsyrði er orðamengun. Af hverju ættirðu að menga fyrir öðrum, eða sjálfum þér?

  •  Ef þú blótar geta aðrir hugsað neikvætt um þig. Í bókinni Cuss Control segir: „Það hvernig við tölum getur haft áhrif á það hverjir vinir okkar verða, hve mikla virðingu fjölskylda okkar og vinnufélagar hafa fyrir okkur, hvernig sambönd okkar verða, hve áhrifamikil við verðum, hvort við fáum vinnuna eða stöðuhækkunina og hvernig ókunnugir líta á okkur.“ Hún segir líka: „Spyrðu þig hvort sambönd þín gætu orðið betri ef þú blótaðir ekki.“

     Biblían segir: „Losið ykkur við … svívirðingar.“ – Efesusbréfið 4:31.

  •  Að blóta gerir þig ekki eins svalan og þú heldur. Í bók sinni How Rude! segir dr. Alex Packer: „Það er þreytandi að hlusta á fólk sem blótar í tíma og ótíma.“ Hann bætir við að orðaforði sem er fullur af blótsyrðum „gefi ekki til kynna mikla visku, hnyttni, greind eða samúð. Ef tal þitt er letilegt, óljóst og ófrumlegt hefur það áhrif á hugsunarhátt þinn.“

     Biblían segir: „Látið ekkert fúkyrði koma af vörum ykkar.“ – Efesusbréfið 4:29.

 Hvað ættirðu að gera?

  •  Settu þér markmið. Reyndu að nota ekki ljótt orðbragð í einn mánuð eða minna. Þú getur skráð hjá þér hvernig gengur. En þú gætir þurft að gera meira til að standa við ákvörðun þína. Hér eru nokkrar tillögur:

  •  Forðastu afþreyingarefni sem fyllir hugann af ljótu orðbragði. Í Biblíunni segir: „Vondur félagsskapur spillir góðu siðferði.“ (1. Korintubréf 15:33, neðanmáls) „Félagsskapur“ á ekki bara við um fólk heldur líka afþreyingarefni – bíómyndirnar sem þú horfir á, tölvuleikina sem þú spilar og tónlistina sem þú hlustar á. Kenneth, sem er 17 ára, segir: „Það er auðvelt að syngja með lagi sem þú fílar og hunsa algerlega blótsyrðin í textanum – bara af því að það er er góður taktur í laginu.“

  •  Sýndu þroska. Sumir blóta vegna þess að þeir halda að þá hljómi þeir fullorðinslega. En það er í raun alveg öfugt við sannleikann. Þroskað fólk ,hefur þjálfað skilningsgáfuna til að greina rétt frá röngu,‘ segir Biblían. (Hebreabréfið 5:14) Það breytir ekki stöðlum sínum bara til að ganga í augun á öðrum.

 Ljótt orðbragð mengar bara hugann (og andrúmsloftið) með ósæmilegum hugsunum. Það er of mikið af þeim í heiminum nú þegar! „Ekki bæta í skólpið,“ segir í Cuss Control. „Leggðu þitt af mörkum til að hreinsa orðaumhverfið. Þér mun líða betur með sjálfan þig og aðrir munu líka kunna betur við þig.“