Hoppa beint í efnið

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Lím hrúðurkarla

Lím hrúðurkarla

 Dýrafræðingar hafa lengi veitt því athygli hvernig hrúðurkarlar festa sig við steina, bryggjur og skipsskrokka. Efnið sem þeir festa sig með er sagt miklu sterkara en nokkurt lím sem menn hafa búið til. Lengi vel var það hulin ráðgata hvernig hrúðurkarlar fara að því að festa sig við blautt yfirborð.

 Hugleiddu þetta: Rannsóknir sýna að hrúðurkarlalirfur synda um til að kanna mismunandi yfirborð áður en þær velja hentugan stað til að festa sig við. Þegar lirfan hefur valið sér stað gefur hún frá sér tvenns konar efni. Fyrst olíukennt fituefni eða grunn sem hrindir vatni frá fletinum. Grunnurinn er hentugt undirlag fyrir seinna efnið. Það er myndað úr prótínum sem kallast fosfórprótín.

 Saman mynda þessi tvö efni sterkt lím sem bakteríur vinna ekki einu sinni á. Það er mikilvægt að límið sé sterkt og endingargott þar sem hrúðurkarlinn verður þarna það sem eftir er ævinnar.

Hrúðurkarlar og innfelld mynd sem sýnir þræði úr lími hrúðurkarla.

 Límframleiðsla hrúðurkarla er mun flóknari en áður var talið. Einn vísindamannanna í teyminu sem uppgötvaði þetta ferli sagði: „Í náttúrunni er að finna ótrúlega snjalla lausn á þeim vanda að hrinda vatni frá yfirborði hlutar.“ Þessi uppgötvun gæti hjálpað vísindamönnum að þróa lím til að nota í vatni og lífrænt lím fyrir ígræðslur í lækningaskyni og til að setja saman rafeindatæki.

 Hvað heldur þú? Hefur lím hrúðurkarla þróast? Eða býr hönnun að baki?