Borga vottar Jehóva tíund?
Nei, vottar Jehóva borga ekki tíund. Starfsemi okkar er fjármögnuð með frjálsum framlögum. Hvað er tíund og hvers vegna borga vottar Jehóva ekki tíund?
Boðið um að borga tíund, þar að segja einn tíunda af eigum sínum, var hluti af lögmáli Ísraelsþjóðarinnar til forna. Hins vegar kemur skýrt fram í Biblíunni að lögmálið – þar með talið „boðið að taka tíund af lýðnum eftir lögmálinu“ – nær ekki til kristinna manna. – Hebreabréfið 7:5, 18; Kólossubréfið 2:13, 14.
Í stað þess að borga tíund og færa fórnir líkja vottar Jehóva eftir kristnum mönnum á fyrstu öld og styðja trúboðið á tvo vegu, með því að taka sjálfir þátt í því kauplaust og með því að gefa frjáls framlög.
Við fylgjum leiðbeiningum Biblíunnar til kristinna manna: „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.“ – 2. Korintubréf 9:7.